Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í dag og fær utanríkismálanefnd þingsins hana til umfjöllunar. Eftir hádegishlé verður umræða um ESB-tillögu stjórnarandstöðuflokkanna.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í lok umræðunnar, að hann vildi að umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu verði send í júlí þegar Svíar verða komnir með formennsku í sambandinu.

Lang farsælast væri fyrir Ísland að koma málinu fram það fljótt að Íslendingar geti falið Svíum að koma umsókninni gegnum ferlið sem gæti leitt til þess að Ísland yrði samþykkt sem umsóknarríki og aðildarviðræðurnar gætu hafist á næsta ári.

Þá sagðist Össur vilja að utanríkismálanefnd fjallaði um tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu samhliða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert