Gæslan kvaddi Kristján með fallbyssuskotum

Eiginkona Kristjáns var mætt ásamt fjölskyldu á bryggjuna til að …
Eiginkona Kristjáns var mætt ásamt fjölskyldu á bryggjuna til að móti manni sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Fæstir fá jafn höfðinglegar kveðjur er þeir láta af störfum og Kristján Þ. Jónsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Þremur fallbyssuskotum var skotið honum til heiðurs er Ægir kom að bryggju í morgun eftir síðustu ferð Kristjáns.

„Þetta kom verulega á óvart. Ég hélt að ég væri bara að koma heim úr venjulegum túr og að frúin myndi taka á móti mér á bryggjunni, en síðan var bara þessi heljarinnar flotta móttaka og kveðjuathöfn,“ segir Kristján. „Brytinn vissi meira um þetta en ég, því að hann var búinn að vera að pukrast niðri í kjallara að búa til snittur.“

Kristján, sem er 61 árs, er búinn að vera á varðskipi frá því hann var 14 ára og var stór hluti starfsfólks Gæslunnar í landi mættur til að kveðja hann. „Ég byrjaði sem nemi 1962 og varð síðan háseti 1965.“ Alltaf hafi legið beint við að fara á sjóinn. „Þegar ég var í Lindargötuskóla var ég í sjóvinnubekk og við fengum 30 tonna próf, eða pungapróf, jafnvel þó að okkur vantaði alla siglingatíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert