Ekki tilefni til endurgreiðslu

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.

„Þetta eru bara mjög sambærilegar tölur og flokkurinn var með á landsvísu þannig að það er ekkert þarna sem kemur á óvart," segir Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar.

Flokkurinn upplýsti í gær að styrkir til Samfylkingarinnar á árinu 2006, að meðtöldum aðildarfélögum og kjördæmis- og sveitarstjórnarráðum, hefðu alls numið 103 milljónum króna. Dagur segist telja að aðrir flokkar hafi fengið sambærilega styrki frá sömu fyrirtækjum.

„Þarna eru engir risastyrkir eins og greinilega voru dæmi um á þessum tíma og það er ekkert þarna sem að stingur í stúf. Þetta var það starfsumhverfi sem flokkunum var búið, að safna styrkjum, enda sést að þrátt fyrir styrkjasöfnun voru flokkarnir að safna skuldum, þannig að ég held að við höfum verið flokka fegnust þegar við náðum því fram að það voru sett skýr lög um starfsemi stjórnmálaflokka."

Hann segir ekki til umræðu að Samfylkingin endurgreiði hæstu styrkina. „Nei, það eru engir styrkir þarna sem gefa tilefni til slíks. Ég er fyrst og fremst bara stoltur yfir því að Samfylkingin sé fyrst flokka til að birta þessa heildarmynd."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert