Litagloss og lagið Von á allra vörum

Hér setja á sig varagloss þær Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, …
Hér setja á sig varagloss þær Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, og Berglind Jónsdóttir, 18 ára, sem var í krabbameinsmeðferð fyrir fáum árum og starfar nú með unglingahópi SKB.

Átakinu „Á allra vörum“ hefur verið hrint af stað öðru sinni, nú til styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Átakið á síðasta ári skilaði um 50 milljónum króna til kaupa á tækjabúnaði til greiningar á brjótakrabbameini.

Sem fyrr verður selt varalitagloss frá Dior en síðast runnu út um 20 þúsund stykki. Ágóði átaksins að þessu sinni fer til kaupa á nýju hvíldarheimili fyrir SKB. Árlega greinast 10-12 börn og unglingar með krabbamein hér á landi.

Einnig hefur tónlistarmaðurinn Magnús Eiríksson gefið átakinu lagið Von, sem er á nýjasta geisladiski Mannakorna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert