Dýrasta verkið

Mountain er stór ljósmynd, vel á annan metra á breidd. ...
Mountain er stór ljósmynd, vel á annan metra á breidd. Myndin er skrásetning á gjörningi listamannsins.

Listasafn Íslands hefur gengið frá kaupum á verki eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain. Um er að ræða ljósmynd af einum af gjörningum listamannsins frá upphafi níunda áratugarins. Kaupverðið er tíu milljónir, og segir Halldór Björn Runólfsson að hærra verð hafi safnið ekki greitt fyrir verk til þessa. Það var i8 Gallerí sem seldi Listasafninu verkið.

„Þetta er eitt af allra merkilegustu verkum Sigurðar, í raun toppurinn á hans ferli og hiklaust eitt af helstu verkum íslenskrar samtímalistar á síðustu öld,“ segir Halldór, spurður af hverju það hafi verið ráðist í þessi kaup.

„Okkur hefur bráðvantað sambærileg verk í safnið, verk sem eru til þess fallin að stoppa í ákveðin göt sem eru í safneigninni, verk sem verða að vera til hér.“

Halldór er spurður að því hvort honum finnist hann nokkuð hafa gengið fulldjarflega fram, en safnið hefur úr átján milljónum að moða til verkakaupa og því ljóst að nú er búið að ganga talsvert á þá upphæð.

„Persónulega finnst mér þetta ekki djarft. En jú, vissulega er þetta dýrt. En við fengum þetta á góðum kjörum og greiðslan verður tvískipt, þar sem við nýtum fimm milljónir úr fjárframlagi þessa árs og svo aðrar fimm úr fjárframlagi þess næsta.“

Sú gagnrýni hefur heyrst að tíu milljónir fyrir ljósmynd sé mikið fé. Halldór blæs á slíkt, og segir það gamaldags hugsunarhátt.

„Og ef menn vilja hengja sig í slíkt, þá gleymist það að Sigurður leit ekki á þessar ljósmyndir sem fjölföldunarmiðil. Hann gerði sér því far um að eyðileggja plötuna, eyðileggja „masterinn“ þannig að við erum með einstakt verk í höndunum.“

Á sínum tíma var mikið rætt um það er Bera Nordal gekkst fyrir kaupum á annars konar fjalltengdu verki, nefnilega Gullfjöllum Svavars Guðnasonar. Fyrir það verk voru greiddar 3,3 milljónir króna árið 1989.

„Á þeim tíma hafði fólk einfaldlega ekki séð aðra eins prísa áður. En jú, ég fullyrði að Mountain er dýrasta verk sem safnið hefur keypt til þessa. Málið er nefnilega það að við erum farin að höndla með verk í alþjóðlegu samhengi í æ ríkari mæli. Íslenskir listamenn eru farnir að tengjast meir og betur inn í hinn alþjóðlega heim listarinnar og við það hækka verðin á verkunum. Ef við ætlum að vera samkeppnisfær á þessu sviði, ef við ætlum ekki að missa merkilega íslenska myndlist úr landi, þá verðum við að borga. Svo einfalt er það. Þetta er afleiðingin af þessari alþjóðavæðingu.“

Á toppnum

Fullur titill á verki Sigurðar er Mountain (1980 – 1982). Þau ljósmyndaverk sem listamaðurinn vann á þessu tímabili eru hans þekktustu og að margra mati náði Sigurður ákveðnum hápunkti með Mountain.

Sigurður er einn af hinum upprunalegu SÚM-urum og hefur ætíð valið sér þann listmiðil sem hæfir því efni sem hann er að fjalla um hverju sinni. Ljósmyndaverkin eru í raun skrásetning á gjörningum listmannsins en hugmyndin að baki Mountain er viss endursköpun á kjörum og tilvist verkamannsins, en Sigurður liggur undir hrúgaldi af slitnum skóm, bókum og brauði.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á von á að það verði af verkfallinu

22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...