Dýrasta verkið

Mountain er stór ljósmynd, vel á annan metra á breidd. ...
Mountain er stór ljósmynd, vel á annan metra á breidd. Myndin er skrásetning á gjörningi listamannsins.

Listasafn Íslands hefur gengið frá kaupum á verki eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain. Um er að ræða ljósmynd af einum af gjörningum listamannsins frá upphafi níunda áratugarins. Kaupverðið er tíu milljónir, og segir Halldór Björn Runólfsson að hærra verð hafi safnið ekki greitt fyrir verk til þessa. Það var i8 Gallerí sem seldi Listasafninu verkið.

„Þetta er eitt af allra merkilegustu verkum Sigurðar, í raun toppurinn á hans ferli og hiklaust eitt af helstu verkum íslenskrar samtímalistar á síðustu öld,“ segir Halldór, spurður af hverju það hafi verið ráðist í þessi kaup.

„Okkur hefur bráðvantað sambærileg verk í safnið, verk sem eru til þess fallin að stoppa í ákveðin göt sem eru í safneigninni, verk sem verða að vera til hér.“

Halldór er spurður að því hvort honum finnist hann nokkuð hafa gengið fulldjarflega fram, en safnið hefur úr átján milljónum að moða til verkakaupa og því ljóst að nú er búið að ganga talsvert á þá upphæð.

„Persónulega finnst mér þetta ekki djarft. En jú, vissulega er þetta dýrt. En við fengum þetta á góðum kjörum og greiðslan verður tvískipt, þar sem við nýtum fimm milljónir úr fjárframlagi þessa árs og svo aðrar fimm úr fjárframlagi þess næsta.“

Sú gagnrýni hefur heyrst að tíu milljónir fyrir ljósmynd sé mikið fé. Halldór blæs á slíkt, og segir það gamaldags hugsunarhátt.

„Og ef menn vilja hengja sig í slíkt, þá gleymist það að Sigurður leit ekki á þessar ljósmyndir sem fjölföldunarmiðil. Hann gerði sér því far um að eyðileggja plötuna, eyðileggja „masterinn“ þannig að við erum með einstakt verk í höndunum.“

Á sínum tíma var mikið rætt um það er Bera Nordal gekkst fyrir kaupum á annars konar fjalltengdu verki, nefnilega Gullfjöllum Svavars Guðnasonar. Fyrir það verk voru greiddar 3,3 milljónir króna árið 1989.

„Á þeim tíma hafði fólk einfaldlega ekki séð aðra eins prísa áður. En jú, ég fullyrði að Mountain er dýrasta verk sem safnið hefur keypt til þessa. Málið er nefnilega það að við erum farin að höndla með verk í alþjóðlegu samhengi í æ ríkari mæli. Íslenskir listamenn eru farnir að tengjast meir og betur inn í hinn alþjóðlega heim listarinnar og við það hækka verðin á verkunum. Ef við ætlum að vera samkeppnisfær á þessu sviði, ef við ætlum ekki að missa merkilega íslenska myndlist úr landi, þá verðum við að borga. Svo einfalt er það. Þetta er afleiðingin af þessari alþjóðavæðingu.“

Á toppnum

Fullur titill á verki Sigurðar er Mountain (1980 – 1982). Þau ljósmyndaverk sem listamaðurinn vann á þessu tímabili eru hans þekktustu og að margra mati náði Sigurður ákveðnum hápunkti með Mountain.

Sigurður er einn af hinum upprunalegu SÚM-urum og hefur ætíð valið sér þann listmiðil sem hæfir því efni sem hann er að fjalla um hverju sinni. Ljósmyndaverkin eru í raun skrásetning á gjörningum listmannsins en hugmyndin að baki Mountain er viss endursköpun á kjörum og tilvist verkamannsins, en Sigurður liggur undir hrúgaldi af slitnum skóm, bókum og brauði.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...