Ögmundur mun hitta Dalai Lama

Dalai Lama á blaðamannafundi í Reykjavík í dag.
Dalai Lama á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. mbl.is/Kristinn

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, mun á morgun sitja fund með Dalai Lama að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þá sóttu Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, friðarstund í Hallgrímskirkju í dag, sem Dalai Lama tók þátt í, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Dalai Lama mun einnig heimsækja Alþingi klukkan 13 á morgun. Mun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, taka á móti honum og  eiga með honum fund ásamt þingmönnum í utanríkismálanefnd.  

Talsmaður samtakanna Dalai Lama á Íslandi sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að samtökin hefðu sent forsætisráðherra bréf með ósk um fund til að kynna heimsókn Dalai Lama hingað. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði öllum þingmönnum einnig verið sent bréf um heimsóknina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert