Össur á Möltu

Össur Skarphéðinsson og Tonio Borg í Valletta í morgun.
Össur Skarphéðinsson og Tonio Borg í Valletta í morgun.


Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur í dag og í gær átt fundi á Möltu, meðal annars með Lawrence Gonzi forsætisráðherra og Tonio Borg utanríkisráðherra. 

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að Össur hafi kynnt sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna að Evrópusambandinu þar sem  áhersla var lögð á samvinnu við ólíka hagsmunaaðila og skoðanahópa.

Í umræðum á Alþingi í síðustu viku þar sem fjallað var um tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um undirbúning aðildarumsóknar lögðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka áherslu á öflugt samráð í því lýðræðislega ferli sem framundan er.

Utanríkisráðherra átti fund með Richard Cachia Caruana sendiherra Möltu hjá Evrópusambandinu og öðrum sérfræðingum en Caruana var aðalsamningamaður þjóðarinnar við Evrópusambandið. Malta náði fram ýmsum sérlausnum á mikilvægum sviðum í aðildarviðræðunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert