Brýnt að auglýsa bankastöður

Álfheiður Ingadóttir formaður viðskiptanefndar telur brýnt að auglýsa stöður bankastjóra sem fyrst eins og kveðið sé á um í samstarfsyfirlýsingu  ríkisstjórnarflokkanna. Það sama telur hún að eigi við um allar lykilstöður í bönkunum. Hún segist ekki vita fyllilega afhverju þetta hafi dregist svona mikið en það sé þó ekki búið að ljúka uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna og efnahagsreikningar þeirra því ekki tilbúnir. Það megi hinsvegar ekki bíða lengur en það skipti miklu máli uppá traust til stjórnvalda og bankakerfisins að frá þessu verði gengið með gagnsæjum hætti.

Morgunblaðið sagði frá því í morgun að Ari Skúlason hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsvaka sem stýrir peningamarkaðssjóðum  Landsbankans án auglýsingar. Bankarnir þurfa ekki að auglýsa stöður frerkar en hlutafélög á einkamarkaði þar sem þar gilda ekki hefðbundin stjórnsýslulög.

Álfheiður segist ekki hafa forsendur til að meta þá ráðningu sérstaklega en ítrekar að það þurfi að ráða í allar lykilstöðu að undangenginni auglýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert