Ekki tilefni til hækkana

Nýleg hækkun á vörugjöldum á bensíni gefur ekki tilefni til verðhækkunar fyrr en nýjar birgðir koma til landsins. Þetta segir Snorri Olsen tollstjóri.

Nú um mánaðamótin tóku gildi lög um hækkun á svokölluðu almennu bensíngjaldi, en slíkt gjald miðast við tollafgreiðslu og gjaldfellur um leið og birgðir eru fluttar inn til landsins. Samdægurs hækkuðu olíufélögin verð á bensíni sem svaraði til hækkunar gjaldanna. Vegna fyrirspurnar Neytendastofu um málið svaraði forstjóri N1 því til að vörugjaldið væri greitt mánaðarlega og miðaðist við sölu.

Vörugjöld á eldsneyti skiptast í þrennt, almennt og sérstakt bensíngjald og olíugjald. Þessar skýringar eiga að sögn Snorra ekki við um almenna bensíngjaldið sem hækkaði í síðustu viku.

„Almenna bensíngjaldið greiðist við tollafgreiðslu. Það þýðir að vara sem er tollafgreidd eftir að lögin taka gildi ber hið nýja og hækkaða gjald. Birgðir sem komnar eru inn í landið gera það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert