Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit

Róbert Marshall, var fréttamaður á Stöð 2, og gegndi stöðu ...
Róbert Marshall, var fréttamaður á Stöð 2, og gegndi stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Árni Torfason

Hvort ætli sé óþægilegra að vera þingmaður Samfylkingarinnar eða fréttamaður á Stöð 2 þegar svona rík fjárhagsleg tengsl eru gerð opinber á milli stjórnmálaflokksins og þeirrar fjölmiðlasamsteypu sem að rekur þá fréttastofu? spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í morgun.

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði þá borið upp fyrirspurn um hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að birta upplýsingar um fjármál undirfélaga flokksins og kjördæmaráða, eins og Samfylkingin hafi gert. Bjarni var mjög ósáttur við framsetningu Róberts á fyrirspurninni og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði einn flokka ákveðið að endurgreiða styrki.

Róbert Marshall sagði  í morgun. „Frú forseti, nú hefur forysta Sjálfstæðisflokksins upplýst um vandlega útfærslu endurgreiðsluáætlunar á ofurstyrkjum frá FL Group og Landsbankanum sem felur í sér endurgreiðslu verðbóta og vaxtalaust á sextíu milljóna styrk frá þess um fyrirtækjum sem nú eru orðin að skilanefndum. Það er full ástæða til þess að hrósa formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Ben. fyrir skilvísina, enda mun hann vera fullur vandlætingar á þeim gífurlegu upphæðum sem hann vissi ekkert um, ekki frekar en varaformaður Sjálfstæðisflokksins háttvirtur þingmaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, né heldur háttvirtur þingmaður flokksins Guðlaugur Þór Þórðarson; sem að vísu bað vini sína í þessum fyrirtækjum að safna þessum peningum án þess þó að nokkurn tímann hafa rennt í grun að upphæðirnar sem þeir söfnuðu væru svona hneykslanlegar. Enda reyndi háttvirtur þingmaður að fá endurskoðun þess sveitarfélags sem hann vann einu sinni fyrir til þess að skoða málið, þó að málið væri því alls ótengt - svo mikil var vandlætingin.“

Og Róbert Marshall spurði: „Ætlar formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að beita sér fyrir því að sjálfstæðisfélög Sjálfstæðisflokksins og kjördæmisráð upplýsi nú um þá styrki sem þau öfluðu án liðssinnis aðalskrifstofu flokksins, líkt og Samfylkingin hefur nú gert?“

Þá óskaði Róbert þess sama af öðrum flokkum þannig að allir stjórnmálaflokkar legðu spil sín á borðið.

Bjarni sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tilnefnt sinn fulltrúa í nefnd um þessi mál sem Róbert spurði um. Ekki vaki fyrir Sjálfstæðismönnum annað en að taka fullan þátt í því starfi með þeim hætti sem lagt hafi verið upp með, þ.e. að flokkarnir séu sammála um upplýsingagjöfina aftur í tímann vegna fjárhagslegra málefna flokka.

„Annars verð ég að segja, virðulegi forseti, að mér fannst fyrirspurnin á margan hátt ósmekkleg hjá háttvirtum þingmanni.“ Styrkirnir hafi numið 55 milljónum en ekki 60 milljónum króna. Þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka ákveðið að endurgreiða styrki.

„Vilji menn nota sér þennan vettvang, fyrrverandi fréttamenn Stöðvar 2, sem reyndar er í þeirri fyrirtækjagrúppu sem er einn helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar, eins og fram hefur komið samkvæmt þeim upplýsingum sem nú hafa verið gerðar opinberar, þá er þeim velkomið að gera það. En hversu málnefnanlegt það er er annað mál. Maður veltir því fyrir sér hvort ætli sé óþægilegra að vera þingmaður Samfylkingarinnar eða fréttamaður á Stöð 2 þegar svona rík fjárhagsleg tengsl eru gerð opinber á milli stjórnmálaflokksins og þeirrar fjölmiðlasamsteypu sem að rekur þá fréttastofu."

Bjarni Benediktsson var ósáttur við framsetningu Róberts á fyrirspurn til ...
Bjarni Benediktsson var ósáttur við framsetningu Róberts á fyrirspurn til Sjálfstæðisflokksins á þingi í morgun. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Tvær bílveltur í Norðurárdal

Í gær, 22:10 Tvær bílveltur urðu í Norðurárdal nú í kvöld. Bæði óhöppin áttu sér stað í nágrenni við bæinn Dýrastaði á áttunda tímanum í kvöld með um kílómetra millibili. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Glæsileg breyting á Sundhöllinni

Í gær, 21:30 Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík opni að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

Í gær, 21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

Í gær, 20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

Í gær, 20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

Í gær, 20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

Í gær, 20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

Í gær, 19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

Í gær, 17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

Í gær, 17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Gamli Garður í nefnd

Í gær, 16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

Í gær, 16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

Í gær, 16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

Í gær, 16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Í gær, 15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...