Tveir handteknir á Akureyri

Lögreglumenn á vettvangi í kvöld.
Lögreglumenn á vettvangi í kvöld. mynd/akureyri.net

Lögreglan á Akureyri hefur handtekið karlmann og konu á sextugsaldri í tengslum við hnífustunguárás í íbúð við Hafnarstræti á Akureyri. Karlmaður sem ráðist var á hefur verið fluttur á sjúkrahús. Hann missti mikið blóð. Líðan hans er stöðug og þá er hann ekki í lífshættu að sögn lögreglu.

Tilkynning barst lögreglu um kl. 18 í kvöld að sögn varðstjóra. Fólkið hafði setið að drykkju í íbúðinni þegar það kom til ryskinga. Maðurinn sem særðist var gestkomandi, en hann var stunginn í bakið. Hinn karlmaðurinn er grunaður um verknaðinn. Hann var einnig gestur.

Maðurinn sem særðist náði að komast niður á jarðhæð með lyftu og komst út á götu. Þar kom vegfarandi að honum liggjandi í blóði sínu. Vegfarandinn lét lögreglu vita, sem var með mikinn viðbúnað og girti svæðið af. 

Lögreglan hóf leit og fann fólkið í íbúðinni þar sem það var handtekið. Það var undir áhrifum áfengis og vímuefna, sem og maðurinn sem varð fyrir hnífstungunni. Um Íslendinga er að ræða.

Fólkið er í annarlega ástandi og því verður ekki hægt að yfirheyra það fyrr en á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert