Frystingu eigna aflétt

Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninganna gerir ráð fyrir að skilanefnd Landsbankans gefi út skuldabréf upp á tæplega 630 milljarða króna á núverandi gengi sem tryggt verður með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi.

Upphæðin verður síðan notuð til þess að standa undir skuldbindingum vegna reikninganna.Til að þessi lausn á málinu verði að veruleika þarf samþykki Alþingis að liggja fyrir.

Samsett af pundum og evrum

Höfuðstóll skuldabréfsins er samsettur úr 2,2 milljörðum punda og 1,1 milljarði evra, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skuldabréfið ber 5,5% vexti sem leggjast ofan á höfuðstól þess árlega. Það þýðir að lánið hækkar um tugi milljarða á hverju ári. Alls 34,7 milljarða króna fyrsta árið, sé miðað við upphaflegan höfuðstól á núverandi gengi.

Í samkomulagi ríkjanna er ákvæði um að skilanefndin þurfi ekki að greiða af skuldabréfinu í sjö ár. Er um valkvætt ákvæði að ræða. Skilanefnd Landsbankans gæti því greitt lánið upp hvenær sem er ef hagstætt verð fengist fyrir eignir bankans. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður greitt inn á lánið mjög fljótlega því hluti rúmlega 300 milljóna punda á reikningi Landsbankans hjá Englandsbanka verður nýttur til að greiða af höfuðstól þess um leið og gengið verður formlega frá samkomulaginu.

Frystingu eigna aflétt

Lánið þarf að greiða upp að fullu að fimmtán árum liðnum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var vaxtaprósentan, 5,5%, fundin út samkvæmt sérstökum staðli Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Um er að ræða svokallaða CIRRs-vexti (Commercial interest reference rates). Í bráðabirgðasamkomulagi við Hollendinga var gert ráð fyrir 6,7% vöxtum. Samkomulag náðist síðan milli ríkjanna í Brussel um miðjan nóvember í fyrra sem fól í sér að Bretar og Hollendingar myndu taka sérstakt tillit til fordæmalausra aðstæðna á Íslandi og gefa þyrfti landinu tækifæri til að reisa við fjármálakerfið.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur hafa þegar fengið innstæður sínar greiddar af þarlendum stjórnvöldum. Samkomulag ríkjanna gerir ráð fyrir að bresk stjórnvöld aflétti innan skamms frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi og mun skilanefnd bankans síðan sjá um að hámarka virði þeirra.

„Með þessu fyrirkomulagi er búið að tryggja ríkissjóði skaðleysi næstu sjö árin,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins sem unnið hefur að þessu máli. Hann bendir á að það sé hagkvæmara vegna vaxtanna að greiða af láninu sem fyrst ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Þessi sjö ár séu hins vegar góður tími fyrir skilanefndina að hámarka verðmæti eignasafns bankans og takmarka þar með ábyrgð ríkissjóðs. Tímamarkið girði líka fyrir að selja þurfi eignir bankans á brunaútsölu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...