Stór verk í einkaframkvæmd?

Rætt er um umfangsmiklar vegaframkvæmdir í viðræðum um stöðugleikasáttmála.
Rætt er um umfangsmiklar vegaframkvæmdir í viðræðum um stöðugleikasáttmála.

Lagning Sundabrautar, tvöföldun Suðurlandsvegar og tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi eru meðal verklegra framkvæmda sem ræddar eru í vinnuhópi samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda.

Þá er bygging hátæknisjúkrahúss og gerð Hvalfjarðarganga og Vaðlaheiðarganga á borðinu í viðræðunum í Karphúsinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er litið svo á að þessar fjárfestingar gætu átt sér stað í einkaframkvæmd. Umfang þeirra gæti verið frá 18 til 22 milljarðar á ári. Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðunum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfestingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til.

Enn eru þetta þó eingöngu útfærðar hugmyndir en fljótlega ætti að vera hægt að taka ákvarðanir um hvort í þær verður ráðist. Þá eru fjölmörg verkefni í orkugeiranum til skoðunar, þó enn sé óvissa um orkuöflunina. Búðarhálsvirkjun er ein af stærstu framkvæmdum sem horft er til. Fjárfestingin er áætluð 30 milljarðar og ársverkin 650 til ársins 2012. Gagnaver á Norðurlandi og Suðvesturlandi eru til skoðunar (ársverkin á áttunda hundraðið), sólarkísilverksmiðja (600 ársverk) og koltrefjaverksmiðja (400 ársverk) eru sömuleiðis til skoðunar.

Spurningin snýst um fjármögnun, sérstaklega vegna mögulegra framkvæmda orkufyrir8 tækja. Fram hefur komið að við8 ræður eiga sér stað milli lífeyris8 sjóða og Landsvirkjunar um mögulega aðkomu sjóðanna að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.

Áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir, s.s. Helguvíkurálver (3.300 ársverk), stækkun álversins í Straumsvík (360 ársverk), mögulegar virkjunar8 framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja (2500 ársverk) og sjúkrahús á Landspítalalóðinni (898 ársverk).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert