Boðað til mótmæla í dag

Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. mbl.is/Jakob Fannar

Hópur, sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær gegn Icesave-samningunum hefur boðað til mótmælafundar þar að nýju í dag klukkan 15. Til stendur að halda slíka fundi á vellinum út vikuna.

Talið er að innan við þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar flest var í gær og var barið á potta og pönnur. Margir köstuðu smápeningum að Alþingishúsinu og einnig voru kveiktir eldar, sem lögreglan slökkti. Fimm voru handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirskipunum lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert