Gunnar segir lög ekki brotin

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Golli

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Í Kópavogi, hafnar því að lög um opinber innkaup hafi verið brotin í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun. „Þessi skýrsla segir það líka að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn,“ segir hann við mbl.is um greinargerð Deloitte.

Gunnar segir að í skýrslunni komi fram ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldi bæjarins „og auðvitað munum við taka tillit til þess. Við þurfum líka að fá skýringar um afmælisritið frá afmælisnefndinni. Hún ber ábyrgð á því.“

Gunnar segist vera leiður yfir því að bókhaldsfærslurnar séu ekki nógu góðar hjá bænum, eins og gerðar séu athugasemdir við í skýrslu Deloitte.

„Við munum bæta úr því en ég tók ekki við sem bæjarstjóri fyrr en um mitt ár 2005 og í minni tíð hafa verið samþykktar nýjar innkaupareglur, við höfum sett upp tvöfalt uppáskriftakerfi og nú erum við nýbúnir að samþykkja siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og starfsmenn bæjarins. Ég vil hafa þetta í lagi en ef um tengda aðila er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um dóttur mína er að ræða, er mjög auðvelt að gera það tortryggilegt. Samfylkingin hefur reynt að gera þetta tortryggilegt til að reyna að hafa af mér æruna og reyna að koma mér út úr pólitík," segir Gunnar. ,,Mér finnst þessi aðferð hafa verið mjög varasöm og mjög sérstök," segir hann. 

Það voru gerðar verðkannanir

Gunnar segir það rétt að í greinargerðinni komi fram athugasemdir við afgreiðslu á reikningum og að fært hafi verið á ranga bókhaldslykla. „Slíkt getur alltaf komið fyrir hjá bæði Kópavogsbæ sem öðrum. Það er einnig gagnrýnt að ekki hafi verið gerðir skriflegir verksamningar og virðisaukaskattur ekki rétt færður. Það sem vekur athygli er að þeir fullyrða að það hafi ekki verið gerðar verðkannanir. Það gengur þvert á það sem sviðsstjórarnir segja, að það hafa verið gerðar verðkannanir og útboð.

Síðan er fjallað um afmælisritið sem var aldrei lokið við en það var tilbúið frá Frjálsri miðlun, umbrotið, með 50 eða 100 myndum en það vantaði bara textann. Ég var ekki í þessari afmælisnefnd, sem bar á byrgð á þessu. Ég hef skrifað formanni hennar, Hansínu Björgvinsdóttur, sem var bæjarstjóri hér, bréf þar sem ég óska skýringa á þessu. Öll þessi vinna var unnin á ábyrgð þessarar nefndar," segir Gunnar.

Í skýrslu Deloitte segir að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem Frjáls miðlun hefur unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Gunnar bendir á að þarna segi að hugsanlega sé um brot að ræða vegna þess að fjárhæðir fari yfir hámark, sem miðað er við hjá Ríkiskaupum.

„Við erum hér með innkaupareglur frá 1999-2000 þar sem stendur svart á hvítu að meginreglan er sú að verk sem eru stærri en 5 milljónir skuli boðin út. Það sé heimilt að fara bæði í opin og lokuð útboð og eins að heimilt sé að semja við verktaka án undangenginna útboða við sérstakar aðstæður. Þarna var um að ræða rosalega litlar upphæðir, yfirleitt frá hundrað til tvöhundruð þúsund og upp í eina milljón eða svo," segir Gunnar.

Ekki áfellisdómur  

Spurður hvort hann líti á greinargerð Deloitte sem áfellisdóm segir Gunnar svo ekki vera. Þarna séu hins vegar ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldinu og að sjálfsögðu verði tekið tillit til þess.

,,Það vakti athygli mína að í úttektinni er mælst til þess að bæjarstjórn eigi að samþykkja alla reikninga yfir tiltekinni upphæð. Það þekkist hvergi í opinberri stjórnsýslu í dag að viðkomandi stjórnir skrifi upp á reikninga. Það er alveg ljóst að það eru örugglega gerð mistök þegar menn eru að færa reikninga á liði en það eru hvorki meira né minna en 60 þúsund reikningar sem berast Kópavogsbæ á hverju ári."

Gunnar segir að krafa Samfylkingarinnar um að hann segi af sér vegna þessa komi ekki á óvart. Samfylkingin hafi viljað hann úr bæjarstjórastólnum frá upphafi. ,,Þessi skýrsla segir líka að að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn. Það er ekkert sem segir í þessu, sem var gagnrýni þeirra, að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir bæjarfélagið án þess að verk fyrir greiðslunum lægju fyrir. Það eina sem afmælisnefndin þarf að skýra er það mál," segir hann.

Gunnar segist ekki geta ímyndað sér að þetta mál muni hafa áhrif á meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn. „Það hefur verið gott og farsælt í 19 ár. Ég get ekki séð að það verði nein ástæða til breytinga á því," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...