Gunnar segir lög ekki brotin

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Golli

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Í Kópavogi, hafnar því að lög um opinber innkaup hafi verið brotin í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun. „Þessi skýrsla segir það líka að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn,“ segir hann við mbl.is um greinargerð Deloitte.

Gunnar segir að í skýrslunni komi fram ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldi bæjarins „og auðvitað munum við taka tillit til þess. Við þurfum líka að fá skýringar um afmælisritið frá afmælisnefndinni. Hún ber ábyrgð á því.“

Gunnar segist vera leiður yfir því að bókhaldsfærslurnar séu ekki nógu góðar hjá bænum, eins og gerðar séu athugasemdir við í skýrslu Deloitte.

„Við munum bæta úr því en ég tók ekki við sem bæjarstjóri fyrr en um mitt ár 2005 og í minni tíð hafa verið samþykktar nýjar innkaupareglur, við höfum sett upp tvöfalt uppáskriftakerfi og nú erum við nýbúnir að samþykkja siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og starfsmenn bæjarins. Ég vil hafa þetta í lagi en ef um tengda aðila er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um dóttur mína er að ræða, er mjög auðvelt að gera það tortryggilegt. Samfylkingin hefur reynt að gera þetta tortryggilegt til að reyna að hafa af mér æruna og reyna að koma mér út úr pólitík," segir Gunnar. ,,Mér finnst þessi aðferð hafa verið mjög varasöm og mjög sérstök," segir hann. 

Það voru gerðar verðkannanir

Gunnar segir það rétt að í greinargerðinni komi fram athugasemdir við afgreiðslu á reikningum og að fært hafi verið á ranga bókhaldslykla. „Slíkt getur alltaf komið fyrir hjá bæði Kópavogsbæ sem öðrum. Það er einnig gagnrýnt að ekki hafi verið gerðir skriflegir verksamningar og virðisaukaskattur ekki rétt færður. Það sem vekur athygli er að þeir fullyrða að það hafi ekki verið gerðar verðkannanir. Það gengur þvert á það sem sviðsstjórarnir segja, að það hafa verið gerðar verðkannanir og útboð.

Síðan er fjallað um afmælisritið sem var aldrei lokið við en það var tilbúið frá Frjálsri miðlun, umbrotið, með 50 eða 100 myndum en það vantaði bara textann. Ég var ekki í þessari afmælisnefnd, sem bar á byrgð á þessu. Ég hef skrifað formanni hennar, Hansínu Björgvinsdóttur, sem var bæjarstjóri hér, bréf þar sem ég óska skýringa á þessu. Öll þessi vinna var unnin á ábyrgð þessarar nefndar," segir Gunnar.

Í skýrslu Deloitte segir að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem Frjáls miðlun hefur unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Gunnar bendir á að þarna segi að hugsanlega sé um brot að ræða vegna þess að fjárhæðir fari yfir hámark, sem miðað er við hjá Ríkiskaupum.

„Við erum hér með innkaupareglur frá 1999-2000 þar sem stendur svart á hvítu að meginreglan er sú að verk sem eru stærri en 5 milljónir skuli boðin út. Það sé heimilt að fara bæði í opin og lokuð útboð og eins að heimilt sé að semja við verktaka án undangenginna útboða við sérstakar aðstæður. Þarna var um að ræða rosalega litlar upphæðir, yfirleitt frá hundrað til tvöhundruð þúsund og upp í eina milljón eða svo," segir Gunnar.

Ekki áfellisdómur  

Spurður hvort hann líti á greinargerð Deloitte sem áfellisdóm segir Gunnar svo ekki vera. Þarna séu hins vegar ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldinu og að sjálfsögðu verði tekið tillit til þess.

,,Það vakti athygli mína að í úttektinni er mælst til þess að bæjarstjórn eigi að samþykkja alla reikninga yfir tiltekinni upphæð. Það þekkist hvergi í opinberri stjórnsýslu í dag að viðkomandi stjórnir skrifi upp á reikninga. Það er alveg ljóst að það eru örugglega gerð mistök þegar menn eru að færa reikninga á liði en það eru hvorki meira né minna en 60 þúsund reikningar sem berast Kópavogsbæ á hverju ári."

Gunnar segir að krafa Samfylkingarinnar um að hann segi af sér vegna þessa komi ekki á óvart. Samfylkingin hafi viljað hann úr bæjarstjórastólnum frá upphafi. ,,Þessi skýrsla segir líka að að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn. Það er ekkert sem segir í þessu, sem var gagnrýni þeirra, að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir bæjarfélagið án þess að verk fyrir greiðslunum lægju fyrir. Það eina sem afmælisnefndin þarf að skýra er það mál," segir hann.

Gunnar segist ekki geta ímyndað sér að þetta mál muni hafa áhrif á meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn. „Það hefur verið gott og farsælt í 19 ár. Ég get ekki séð að það verði nein ástæða til breytinga á því," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallist undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bóta vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Lög á deiluna koma ekki til greina

14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir það ekki koma til greina að setja lög á boðað verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að hvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
Vestfirska forlagið
Vestfirðingar til sjós og lands Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...