Gunnar segir lög ekki brotin

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. mbl.is/Golli

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Í Kópavogi, hafnar því að lög um opinber innkaup hafi verið brotin í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun. „Þessi skýrsla segir það líka að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn,“ segir hann við mbl.is um greinargerð Deloitte.

Gunnar segir að í skýrslunni komi fram ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldi bæjarins „og auðvitað munum við taka tillit til þess. Við þurfum líka að fá skýringar um afmælisritið frá afmælisnefndinni. Hún ber ábyrgð á því.“

Gunnar segist vera leiður yfir því að bókhaldsfærslurnar séu ekki nógu góðar hjá bænum, eins og gerðar séu athugasemdir við í skýrslu Deloitte.

„Við munum bæta úr því en ég tók ekki við sem bæjarstjóri fyrr en um mitt ár 2005 og í minni tíð hafa verið samþykktar nýjar innkaupareglur, við höfum sett upp tvöfalt uppáskriftakerfi og nú erum við nýbúnir að samþykkja siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og starfsmenn bæjarins. Ég vil hafa þetta í lagi en ef um tengda aðila er að ræða eins og í þessu tilviki þar sem um dóttur mína er að ræða, er mjög auðvelt að gera það tortryggilegt. Samfylkingin hefur reynt að gera þetta tortryggilegt til að reyna að hafa af mér æruna og reyna að koma mér út úr pólitík," segir Gunnar. ,,Mér finnst þessi aðferð hafa verið mjög varasöm og mjög sérstök," segir hann. 

Það voru gerðar verðkannanir

Gunnar segir það rétt að í greinargerðinni komi fram athugasemdir við afgreiðslu á reikningum og að fært hafi verið á ranga bókhaldslykla. „Slíkt getur alltaf komið fyrir hjá bæði Kópavogsbæ sem öðrum. Það er einnig gagnrýnt að ekki hafi verið gerðir skriflegir verksamningar og virðisaukaskattur ekki rétt færður. Það sem vekur athygli er að þeir fullyrða að það hafi ekki verið gerðar verðkannanir. Það gengur þvert á það sem sviðsstjórarnir segja, að það hafa verið gerðar verðkannanir og útboð.

Síðan er fjallað um afmælisritið sem var aldrei lokið við en það var tilbúið frá Frjálsri miðlun, umbrotið, með 50 eða 100 myndum en það vantaði bara textann. Ég var ekki í þessari afmælisnefnd, sem bar á byrgð á þessu. Ég hef skrifað formanni hennar, Hansínu Björgvinsdóttur, sem var bæjarstjóri hér, bréf þar sem ég óska skýringa á þessu. Öll þessi vinna var unnin á ábyrgð þessarar nefndar," segir Gunnar.

Í skýrslu Deloitte segir að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem Frjáls miðlun hefur unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup. Gunnar bendir á að þarna segi að hugsanlega sé um brot að ræða vegna þess að fjárhæðir fari yfir hámark, sem miðað er við hjá Ríkiskaupum.

„Við erum hér með innkaupareglur frá 1999-2000 þar sem stendur svart á hvítu að meginreglan er sú að verk sem eru stærri en 5 milljónir skuli boðin út. Það sé heimilt að fara bæði í opin og lokuð útboð og eins að heimilt sé að semja við verktaka án undangenginna útboða við sérstakar aðstæður. Þarna var um að ræða rosalega litlar upphæðir, yfirleitt frá hundrað til tvöhundruð þúsund og upp í eina milljón eða svo," segir Gunnar.

Ekki áfellisdómur  

Spurður hvort hann líti á greinargerð Deloitte sem áfellisdóm segir Gunnar svo ekki vera. Þarna séu hins vegar ábendingar um að margt megi fara betur í bókhaldinu og að sjálfsögðu verði tekið tillit til þess.

,,Það vakti athygli mína að í úttektinni er mælst til þess að bæjarstjórn eigi að samþykkja alla reikninga yfir tiltekinni upphæð. Það þekkist hvergi í opinberri stjórnsýslu í dag að viðkomandi stjórnir skrifi upp á reikninga. Það er alveg ljóst að það eru örugglega gerð mistök þegar menn eru að færa reikninga á liði en það eru hvorki meira né minna en 60 þúsund reikningar sem berast Kópavogsbæ á hverju ári."

Gunnar segir að krafa Samfylkingarinnar um að hann segi af sér vegna þessa komi ekki á óvart. Samfylkingin hafi viljað hann úr bæjarstjórastólnum frá upphafi. ,,Þessi skýrsla segir líka að að ég er ekki tengdur viðskiptum þessa fyrirtækis við bæinn. Það er ekkert sem segir í þessu, sem var gagnrýni þeirra, að Frjáls miðlun hafi unnið fyrir bæjarfélagið án þess að verk fyrir greiðslunum lægju fyrir. Það eina sem afmælisnefndin þarf að skýra er það mál," segir hann.

Gunnar segist ekki geta ímyndað sér að þetta mál muni hafa áhrif á meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn. „Það hefur verið gott og farsælt í 19 ár. Ég get ekki séð að það verði nein ástæða til breytinga á því," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...