Í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní næstkomandi, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Karlmennirnir eru á fimmtugs- og sextugsaldri.

Þegar er í haldi lögreglu vegna málsins einn karlmaður á þrítugsaldri. Sá var handtekinn 22. maí sl.  og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Varðhaldið var síðan framlengt til 12. júní.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fimm menn handteknir í gær og gerðar 11 húsleitir. Rannsóknin er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol.

Hér á landi hafa lögregluembættin á Suðurnesjum og Tollyfirvöld komið að málinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert