Sé ekki hvað ég hef gert rangt

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. mbl.is/Golli

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði í síðdegisþætti Rásar 2, að hann sæi ekki hvað hann hefði gert rangt í samskiptum Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins.

Gunnar sagði, að í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, sem skilaði í dag skýrslu um viðskipti Frjálsrar verslunar við Kópavogsbæ, hefði aðallega gert athugasemdir við bókhald. Engar athugasemdir hefðu verið gerðar við hagsmunatengsl.

Deloitte segir m.a. í skýrslunni, að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem fyrirtækið hafi unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert