Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði

Vanskil lána Íbúðalánasjóðs voru rúmar 800 milljónir króna í maí. Hlutfall vanskila af heildarútlánum sjóðsins er nú 0,14% og er það aukning frá byrjun árs en 1. janúar s.l. var hlutfallið 0,10%. 

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs rúmlega 2,5 milljörðum króna í maí, að því er kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar af voru rúmir 1,8 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 700 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um tæplega 11% frá fyrra mánuði.

Heildarútlán sjóðsins á fyrstu fimm mánuðum ársins nema tæpum 14,8 milljörðum, sem eru um 26% minni útlán en fyrir sama tímabil ársins 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert