Auðuni lyft af botni

Framhluti Auðuns er kominn upp úr sjó. Sigurður Stefánsson kafari …
Framhluti Auðuns er kominn upp úr sjó. Sigurður Stefánsson kafari stjórnar aðgerðum. mbl.is/Reynir Sveinsson

Kafarar lyftu Auðuni, hafnsögubát Reykjaneshafnar, af botni Sandgerðishafnar á flóðinu í gærkvöldi og létu draga að bryggju. Þar er verið að dæla sjónum úr og báturinn verður síðan hífður upp á bryggju.

Auðunn sökk við björgun Sóleyjar Sigurjóns GK 200 í innsiglingu Sandgerðishafnar í síðustu viku. Köfunarþjónusta Sigurðar tók að sér að koma bátnum á land, fyrir Tryggingamiðstöðina.

Keyptir voru átta belgir erlendis frá til að lyfta bátnum frá botni. Hann var enn á bólakafi þegar björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein dró hann að norðurgarði hafnarinnar. Þar voru settar festingar á bátinn til að hægt yrði að dæla sjónum úr honum og hífa á land með stórum krana. 

Skemmdir verða athugaðar næstu daga.

Auðunn er undir belgjunum en kominn að bryggju í Sandgerði.
Auðunn er undir belgjunum en kominn að bryggju í Sandgerði. mbl.is/Reynir Sveinsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert