„Námsmönnum ýtt úr námi “

mbl.is/Ásdís

Framfærslulán Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækka ekkert og verða áfram rúmar 100 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fulltrúi stúdenta segir að með þessu sé námsmönnum ýtt úr námi og á atvinnuleysisbætur því tekjumöguleikar þeirra með námi séu nú litlir sem engir. Menntamálaráðherra segir stöðuna alvarlega.

Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í stjórn LÍN, segir útlitið svart. „Miðað við verðlagsþróun þýðir þetta gífurlega kaupmáttarskerðingu,“ segir hann. „Þetta eykur hættu á að fólk flosni úr námi og fari á bætur því eins og vinnumarkaðurinn er í dag hafa ekki allir möguleika á að stunda vinnu með skóla. Eins og staðan er í dag er háskólanám að verða forréttindi hinna ríku.“

Morgunblaðið hefur einnig heimildir fyrir því að drög að úthlutunarreglum LÍN geri ráð fyrir að námsmenn geti haft allt að eina milljón í tekjur á ári án þess að það skerði lánin, en það sem sé umfram skerði lánin um 25%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert