Fjölgar á Austurvelli

Stúdentar mótmæla á Austurvelli.
Stúdentar mótmæla á Austurvelli. mbl.is/Kristinn

Mótmælendum fjölgar á Austurvelli við þinghúsið, en fyrr í dag reistu Hagsmunasamtök heimilanna tjaldborg heimilanna þar. Háskólastúdentar bætast nú í hópinn til að mótmæla skertum kjörum námsmanna, en þeir boðuðu til samstöðufundar kl. 16. „Tími menntamála er kominn!“ stendur á einu mótmælaspjaldanna.

Það heyrist vel í mótmælendunum sem berja í gong og búsáhöld en allt hefur farið friðsamlega fram. Ljósmyndari Morgunblaðsins á vettvangi segir karnivalstemningu ríkja á svæðinu.

Um 50 manns eru Austurvelli

Tjaldbúiðir heimilanna hafa verið reistar á Austurvelli.
Tjaldbúiðir heimilanna hafa verið reistar á Austurvelli. mbl.is/Kristinn
Námsmenn eru mættir á Austurvöll til að krefjast kjarabóta.
Námsmenn eru mættir á Austurvöll til að krefjast kjarabóta. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert