Gunnar bauðst til að víkja

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, við embættisstörf.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, við embættisstörf.

Eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í kvöld lá fyrir samkomulag um að Gunnar Birgisson myndi víkja sem bæjarstóri en samstarfið halda áfram á þeim forsendum. Hins vegar var ekki samstaða um það meðal sjálfstæðismanna, en skv. heimildum Morgunblaðsins bauðst Gunnar til að víkja.

Mikill styr hefur staðið um viðskipti Frjálsrar miðlunar, fyrirtækis dóttur Gunnars, við Kópavogsbæ en í skýrslu Deloitte um viðskiptin kemur fram að þau hafi numið rétt rúmum 39 milljónum króna á tímabilinu frá 2003 til ársloka 2008.

Kemur þar jafnframt fram að viðskiptin samanstandi af 185 reikningum á tímabilinu.

Skýrsluna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert