Hælisleitendur sendir til Grikklands

Brottvísun mótmælt.
Brottvísun mótmælt. mbl.is/Rax

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að beita Dyflinnar reglugerðinni svokölluðu í tilfellum sex hælisleitenda hér á landi. Reglugerðin segir á um að hægt sé að senda hælisleitendur aftur til þess lands sem þeir komu fyrst til innan Evrópu.

Rauði Kross Íslands hefur mótmælt þessari niðurstöðu en Dómsmálaráðuneytið verst allra svara. Ráðuneytið áætlaði að birta skýrsluna á morgun en því verður nú flýtt þar sem Rauði krossinn hefur birt niðurstöður úr henni á vefsvæði sínu.

Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sagði í samtali við mbl.is að Rauði krossinn teldi að skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna frá því í apríl 2008 sýndi fram á það að aðstæður hælisleitenda í Grikklandi væru óviðundandi og telur Atli Viðar að ekki sé sannað að þar hafi verið gerðar nægilegar bætur á.

Heimildir mbl.is herma að dómsmálaráðuneytið hafi beðið með birtingu skýrslunnar til að lögmenn hælisleitenda gætu kynnt sér hana en birtingu mun nú flýtt þar sem upplýsingarnar eru komnar á vef Rauða krossins.

Rauði krossinn telur að rangt sé að senda fólkið aftur til Grikklands og segir á vefsíðunni: „Rauði krossinn vill að umsókn hvers og eins hælisleitenda sé skoðuð sérstaklega og leggur áherslu á að hvert og eitt ríki sem samþykkt hefur Dyflinnar reglugerðina sé ekki skyldugt til að endursenda fólk á þeim forsendum þó það sé heimilt. Í samræmi við það telur Rauði krossinn nauðsynlegt að dómsmálaráðuneytið skoði persónulegar aðstæður hælisleitendanna sem þegar dvelja hér á landi og þau tengsl sem þeir hafa myndað hérlendis."

Meginreglan að endursenda hælisleitendur til Grikklands

Í skýrslu dómsmálaráðuneytisins um  aðstæður hælisleitenda á Grikklandi kemur fram að meginreglan verði sú að: „endursenda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, svo sem gert er ráð fyrir í Dyflinnarsamstarfinu. Hins vegar er nauðsynlegt að skoða hvert tilvik fyrir sig og meta aðstæður viðkomandi einstaklings áður en ákvörðun er tekin. Í þessu felst að kanna verður þær upplýsingar sem liggja fyrir um einstaklingsbundnar aðstæður viðkomandi hælisleitanda og meta með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi hvort þessi megi vænta að viðkomandi muni njóta réttinda sinna sem hælisleitandi þar í landi. Þetta á sérstaklega við ef um er að ræða einstaklinga sem eiga af einhverjum ástæðum um sárt að binda, svo sem ef um er að ræða sjúka einstaklinga eða einsömul börn. Þá þarf jafnframt að kanna hvort hætta sé á því að viðkomandi verði áframsendur til þriðja ríkis þar sem hætt er við því að hann sæti illri meðferð."

Sjá skýrsluna í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert