Lögin eigi víst við um Kópavog

Deloitte er til húsa í turninum við Smáratorg í Kópavogi.
Deloitte er til húsa í turninum við Smáratorg í Kópavogi. Ragnar Axelssson

„Þessi lög eiga við um Kópavogsbæ eins og önnur sveitarfélög,“ segir Knútur Þórhallsson, endurskoðandi og höfundur skýrslu Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar bæjarstjóra. Á hann þar við lög um opinber innkaup, sem Gunnar segir að eigi ekki við í málinu.

Deloitte sendi í morgun frá sér þriggja blaðsíðna viðauka við skýrsluna, í kjölfarið á gagnrýni Gunnars á hana. Gagnrýndi Gunnar hana í fimm tölusettum liðum í Morgunblaðinu í dag.

Lögin skiptast meðal annars í annan þátt og þriðja þátt. Í skýrslu Deloitte var fjallað um viðmiðunarupphæðir Evrópska efnahagssvæðisins í 2. þætti laganna, um það hvenær viðskipti opinberra aðila við fyrirtæki eru útboðsskyld. Þar er talað um 10 milljónir króna á fjórum árum sem viðmið.

Í viðaukanum taka þeir Knútur og Barði Ingvaldsson endurskoðandi fram að betra hefði verið að miða við upphæðir í 3. þætti laganna. Þar er þessi upphæð á bilinu 16-21 milljón króna, eftir því hvaða ár á við. Upphæðin sem Kópavogsbær skipti við Frjálsa miðlun var hins vegar um 39 milljónir króna og því yfir viðmiðunarmörkunum alveg óháð því í hvaða þáttur laganna um opinber innkaup á við.

„Einnig vísar þriðji þáttur laganna til annars þáttar. Það er því einföldun að segja að annar þáttur þeirra eigi ekki við um sveitarfélög. Þessi lög í heild sinni eiga við um sveitarfélög,“ segir Knútur í samtali við mbl.is

Svarar öðrum aðfinnslum bæjarstjórans

Þá svarar hann grein Gunnars Birgissonar í Morgunblaðinu í dag á ýmsan hátt. Segir hann að Gunnar leiki sér að orðum, þegar hann segi fullyrt í skýrslunni að lög hafi hugsanlega verið brotin. Þvert á móti hafi ekkert verið fullyrt í skýrslunni um það, heldur sagt að lögbrot hafi mögulega átt sér stað.

Þá gagnrýndi Gunnar skýrsluna fyrir að hvorki formaður afmælisnefndar bæjarins né starfsmenn nefndarinnar hafi verið boðaðir á fund Deloitte til viðtals. Segir Knútur að skýrslan hafi verið unnin eftir gögnum sem fyrirtækinu voru afhent frá Kópavogsbæ og ekki hafi verið beðið sérstaklega um nein viðtöl við málsaðila. Samkvæmt venju í svona verkum sé ekki farið út í slík viðtöl nema beðið sé um það. Þá hafi verið tekið fram að skýrslan hafi verið unnin á mjög skömmum tíma.

Að lokum hafnar hann því sem Gunnar segir í grein sinni að fullyrt hafi verið í skyrslunni að Kópavogsbær hafi verið stærsti viðskiptavinur Frjálsrar miðlunar. Þvert á móti hafi sagt á blaðsíðu átta í skýrslunni að lausleg skoðun bendi til þess. Enn og aftur hafi skýrslan einfaldlega verið byggð á þeim gögnum sem Deloitte voru afhent af Kópavogsbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...