Vék úr stjórn vegna rannsóknar lögreglu

Fíkniefni, sem fundust í tengslum við annað mál, sýnd fréttamönnum
Fíkniefni, sem fundust í tengslum við annað mál, sýnd fréttamönnum mbl.isJúlíus

Lögreglan verst allra frétta af framgangi rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli og peningaþvætti sem teygir anga sína til þrettán landa. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir dagar gætu liðið þar til frekari upplýsingar um málið verður að fá. Fleiri handtökur hafa þó ekki farið fram.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa mennirnir þrír sem sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins allir verið dæmdir áður fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Einn þeirra var stjórnarmaður Vélasölunnar – R. Sigmundssonar þar til í gær er hann vék úr stjórninni. Hann er einnig einn eigenda fyrirtækisins, en hann keypti fyrirtækið ásamt þremur öðrum í desember síðastliðnum.

Í yfirlýsingu frá Vélasölunni kemur fram að rannsókn lögreglu beinist ekki á nokkurn hátt að fyrirtækinu heldur persónulegri starfsemi mannsins sem hafði skrifstofu til afnota í húsi fyrirtækisins.

Stjórnarmaðurinn hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði hér á landi og erlendis um árabil og rekur nokkur eignarhaldsfélög. Þá er hann skráður fyrir fatamerkjunum Criminal Record, Inmate og Bastille sem tengjast fyrirhugaðri atvinnustarfsemi fanga á Íslandi. Fötin átti að hanna og framleiða í íslenskum fangelsum undir merkinu Made in Jail.

Reynist grunur lögreglu réttur um að mennirnir hafi stundað peningaþvætti með fíkniefnagróða hefur mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra verið rétt. Deildin metur reglulega umfang skipulegrar glæpastarfsemi hér á landi og hættu á hryðjuverkum. Eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma má telja víst að fleiri mál af svipuðum toga – en öðru umfangi – séu einnig til rannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert