Fréttaskýring: Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt?

Fyllt á birgðir stjórnarráðsins fyrir kreppu Myndin náðist í ágúst ...
Fyllt á birgðir stjórnarráðsins fyrir kreppu Myndin náðist í ágúst í fyrra. Nú stefnir í að gosdrykkir hækki í verði með fyrirhuguðum sykurskatti.

Sætir gosdrykkir eru ekki allir sykraðir. Þetta má lesa úr grein Sigurðar Guðmundssonar, forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans, og Ingu Þórsdóttur, prófessors í næringarfræði. Greinin birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag.

„Sætir gosdrykkir innihalda sykur eða sætuefni, vatn, litarefni, ýmiss konar bragðefni og efni sem eykur geymsluþol. Augljóst er að varan er ekki nauðsynleg næring fyrir manninn,“ stendur þar.

Búist er við því að ríkisstjórnin setji brátt skatt á sykurneyslu út frá heilbrigðissjónarmiðum með áherslu á gosið að ósk heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðuneytið vinnur að útfærslunni. Skatturinn hefur í umræðunni verið nefndur sykurskattur en verður víðtækari falli hann á hitaeiningasnauða gosdrykki. En fræðimennirnir segja heilsuáhrifin af sætu gosi slæm og aðgerðir sem hafi áhrif á neyslu, eins og skattlagning sem hækkar verð, því réttlætanlegar.

Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir niðurstöðu útfærslunnar ekki tilbúna en hugmyndirnar séu margar. Hann hafi ekki heyrt að ein eða önnur tegund af sykurvörum verði undanþegin. Hann geti einnig ekki gefið upp hvort greint verður á milli sykraðra gosdrykkja og þeirra sem innihalda sætuefni í stað sykurs.

Heilsufarið friðþæging

Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur bendir á að fólk fitni aðeins neyti það of margra hitaeininga. Gosdrykkir með sætuefnum innihaldi nær engar hitaeiningar. Hann tekur dæmi af hálfum lítra af kóki, sem innihaldi 225 hitaeiningar en kók light-gosdrykkurinn aðeins tvær: „Það segir sig því sjálft að fólk fitnar ekki af diet-drykkjunum,“ segir hann.

„Frá mínum bæjardyrum séð er aðeins verið að koma á ákveðnum skatti og heilsufarssjónarmiðin eru ákveðin friðþæging,“ segir Ólafur en tekur þó tillit til þess að gosdrykkir með sætuefnum séu súrir og hafi því áhrif á glerung tanna. „Við megum þó ekki missa sjónar á því að margir drykkir sem flokkast undir hollustudrykki, eins og hreinir ávaxtasafar, hafa líka tannglerungseyðandi áhrif.“ Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, tekur undir með Ólafi að sætuefnagosdrykkir séu ekki verri kostur fyrir tennurnar en margir ávaxtadrykkir eða sportdrykkir, s.s. Gatorade. Spurð hvað henni finnist því um fyrirhugaðan skatt, bendir hún á að sykruðu og sætuefnadrykkirnir séu ekki jafnskaðlegir. „Það er enginn munur á glerungseyðandi áhrifum sykraðra og sykurlausra gosdrykkja en þeir sykurlausu skemma ekki tennur. Tönnin hins vegar eyðist, glerungurinn hverfur af og hún situr hálfnakin eftir,“ segir Ingibjörg.

„Við tannlæknar bentum sérstaklega á tannskemmdirnar,“ segir hún um umræðu um tannheilsu barna síðustu misserin. Hún sjái þó að erfitt geti verið að flokka drykkina án mikillar vinnu. „Svona skattur tæki því á mesta vandanum.“

Tyggjó á tennur

INGIBJÖRG S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, bendir á að glerungur tanna sé stöðugt í sýrubaði drekki fólk reglulega og mikið af gosdrykkjum, hvort sem drykkirnir eru sykraðir eða með sætuefnum.

„Ég ráðlegg fólki að fá sér tyggjó eftir að hafa drukkið mikið af gosi. Tennurnar eru mjög viðkvæmar eftir gosdrykkjarþamb og bursti fólks strax getur það flýtt fyrir glerungseyðingu.“ Hún bendir á að vatnið sé ákjósanlegast.

Sýrustig (pH) vatns er 7,0 sem er eins og í munnvatni. Í hollum ráðum Lýðheilsustöðvar kemur fram að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði eyði glerungi og gildi það jafnt um ávaxtasafa (pH:1,98-3,95), gosdrykki (pH: 2,48-3,14), íþróttadrykki (pH: 2,78-3,28) og orkudrykki, (pH: 2,56-2,90).

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...