Mannspil á hendi orkufyrirtækjanna

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir fáránlegt að hugsanlegar virkjanir í Hvítá, sem myndu ramma inn sjálfan Gullfoss, verði með í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Í vikunni voru m.a. kynntir fimm nýir virkjunarkostir í Hvítá, sem samanlagt gæfu 227 megavött.

Árni hefur gagnrýnt að hvergi sé talað um náttúruverndargildi eða verðmat á náttúru í erindisbréfi stjórnar Rammaáætlunar. Sendi hann bréf þess efnis til umhverfisráðherra í september. Viss orkuslagsíða sé á vinnunni, sem valdi því að náttúruverndin hafi oft verri spil á hendi. Sagði hann í bréfinu til umhverfisráðherra að erindisbréfið gæti allt eins hafa verið samið af Landsvirkjun.

„Þarna er verið að bæta við nokkrum mannspilum á hönd virkjunaraðila, sem síðar geta þá náðarsamlegast gefið eitthvað eftir ef þeir kjósa,“ segir Árni. Hann telur að umhverfisráðherra ætti að mótmæla þessari viðbót við rammaáætlunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert