Meðferð á hælisleitendum gagnrýnd

Hælisleitendurnir sem til stendur að endursenda til Grikklands.
Hælisleitendurnir sem til stendur að endursenda til Grikklands.

Stuðningsmenn hælisleitenda á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu
í tilefni að því að íslensk stjórnvöld „...ætli að halda áfram að senda hælisleitendur til Grikklands, gegn ráðleggingum Rauða Krossins og Flóttamannahjálpar SÞ."

Þar kemur fram gagnrýni á skýrslu sem dómsmálaráðuneytið vann um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi.

Í tilkynningunni kemur fram að „...dómsmálaráðuneytið vann skýrsluna til að dæma eigin vinnu, og heimila sjálfu sér áframhaldandi ómannúðlega meðferð á þeim fáu hælisleitendum sem hingað sækja."

Svartur blettur á réttarfari Íslendinga
Þar segir jafnframt: „Útgáfa skýrslunnar er svartur blettur á réttarfari Íslendinga og til marks um áframhaldandi vilja- og metnaðarleysi íslenskra stjórnvalda til að taka afleiðingum af eigin þátttöku í  fjölþjóðlegum stríðsrekstri og efnahagsmisrétti. Niðurstaða skýrslunnar verður að öllum líkindum notuð til að réttlæta brottvísanir þeirra 6 einstaklinga sem nú bíða meðferðar hjá  hinu opinbera."

Nú eru um 17 hælisleitendur á Íslandi. Samkvæmt stuðningsmönnunum eiga 6 þeirra á hættu að verða sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Stuðningsmenn hælisleitendanna hafa eftir Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna að aðstæður á Grikklandi séu skelfilegar og að hælisleitendur fái enga lausn á sínum málum þar í landi og að Grikkland sé ofhlaðið hælisleitendum vegna Dyflinnarreglugerðarinnar(sem heimilar ríkjum að senda hælisleitendur aftur til þessa lands sem þeir komu fyrst til - sé það innan Schengen).


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert