Vildu Sigríði úr nefnd

Sigríður Benediktsdóttir
Sigríður Benediktsdóttir mbl.is/Ómar

Dr. Sigríður Benediktsdóttir staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson, sem sitja með henni í rannsóknarnefnd um bankahrunið, hefðu óskað eftir því að Sigríður myndi hætta í nefndinni, með símtali 22. apríl. Þann sama dag krafðist Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, þess að Sigríður viki úr nefndinni.

Sigríður var stödd á skrifstofu sinni í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún starfar við kennslu og fræðistörf þegar hún fékk símtal frá Páli og Tryggva, eftir að krafa Jónasar kom fram.

Sigríður sagðist þó í samtali við Morgunblaðið í gær telja að enn sé grundvöllur fyrir góðu samstarfi í nefndinni og faglegri vinnu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu prófessorar við Yale-háskóla fráleitt að Sigríður þyrfti að hætta störfum vegna ummælanna í skólablaðinu, og ákvað hún því að segja sig ekki úr nefndinni.

Málið hefur valdið miklum titringi innan íslensks fræðasamfélags en kollegar Sigríðar úr hagfræðistétt hafa meðal annars komið henni til varnar. Þar á meðal Gauti Eggertsson, Jón Steinsson, Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson.

Rannsóknarnefndin sendi erindi til forsætisnefndar Alþingis, þess efnis að Alþingi þyrfti að taka afstöðu til hæfis Sigríðar. Forsætisnefndin var þessu mati Páls ósammála og vísaði málinu aftur til rannsóknarnefndarinnar, á þeim forsendum að það væri hennar að skera úr um hæfi nefndarmanna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert