Samdráttur um 52% mögulegur

Frá álveri Norðuráls á Grundartanga.
Frá álveri Norðuráls á Grundartanga. mbl.is/is

Mögulegt er að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um 52% til ársins 2020 ef allar mögulegar mótvægisaðgerðir eru nýttar. Um 64% af þessum samdrætti er vegna bindingar kolefnis í jarðveg. Þetta er að því gefnu að álverið í Straumsvík stækki ekki og að hvorki rísi álver í Helguvík né á Bakka. Þetta eru helstu niðurstöður sérfræðinganefndar á vegum umhverfisráðuneytisins, en nefndin birti ítarlega skýrslu í gær.

Í skýrslunni er ekki lagt mat á hver heildarkostnaður gæti orðið við slíkar aðgerðir en á hinn bóginn er lagt mat á hagkvæmni hverrar aðgerðar fyrir sig. Verði álverið í Straumsvík stækkað og álver reist í Helguvík, en í báðum tilvikum liggur starfsleyfi fyrir, yrði útstreymi gróðurhúsalofttegunda 3% hærra árið 2020 en árið 1990, viðmiðunarár Kyoto-bókunarinnar, þrátt fyrir að gripið yrði til allra möguleika til að draga úr útstreymi.

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að minnka skuli losun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% til ársins 2050 með tímasettum og tölulegum markmiðum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert