KEA úthlutar 7,6 milljónum króna úr Háskólasjóði

mbl.is

Í gær voru afhentar 7,6 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA. Var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, sem afhentu verðlaunin og fór athöfnin fram á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.

Var þetta í sjöunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA en samstarfsyfirlýsing KEA og háskólans var fyrst undirrituð í október 2002 og endurnýjuð í september 2007.

Samkvæmt samkomulaginu eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna og veitt eru verðlaun vegna námsárangurs til nemenda í viðskipta- og raunvísindadeild.

Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

Verðlaun vegna námsárangurs og úthlutun námsstyrkja voru alls sjö og til úthlutunar var rúmlega 1,1 milljón. Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 25 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 26 milljónir. Tíu aðilar fengu styrk en alls komu rúmar 6,5 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.

Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2009:


Rannsókn meðal ferðamanna í Eyjafirði sumarið 2009
Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Kr. 750.000

Eflandi fræðsla til bæklunarsjúklinga – mat og alþjóðlegur samanburður
Árún K. Sigurðardóttir
Kr. 500.000

Stofngerð íslenska fálkans útskýrð með erfðaefni fjaðra
Kristinn P. Magnússon
Kr. 500.000

Hefur árangur af samrunum fyrirtækja á Íslandi verið í samræmi við markmið á síðastliðnum árum?
Fjóla Björk Jónsdóttir og Ögmundur Knútsson
Kr. 250.000.-

Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa:

Búnaður til þörungaræktunar
Steinar Rafn Beck
Kr. 900.000

SimMan 3G kennsluhermir
Hafdís Skúladóttir
Kr. 1.000.000

Eftirtaldir fengu styrki vegna sérverkefna:

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 350.000

ECP. Tengiliður íslensks rannsóknasamfélags við evrópskar rannsóknir á svæðisbundinni þróun og skipulagi
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
Kr. 750.000

Gasaðgreiningartæki (GC)
Jóhann Örlygsson
Kr. 1.000.000

Heimildarmynd um vísindi
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Kr. 500.000

Eftirtaldir brautskráðir nemar frá HA fengu styrki til framhaldsnáms:

Sigrún Sigurðardóttir
Nemandi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Margrét Eiríksdóttir
Nemandi í klíniskri sálfræði við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Ingólfur Bragi Gunnarsson
Nemandi í meistaranámi í Uppsala University og Royal Institute of Technology í Svíþjóð
Kr. 200.000

Eydís Elva Þórarinsdóttir
Nemandi í rannsóknartengdu meistaranámi í líftækni við Háskólann á Akureyri
Kr. 200.000

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í viðskipta- og raunvísindadeild:

Meistaranám í auðlindafræði:
Jón Eðvald Halldórsson
Kr. 50.000

Raunvísindaskor:
Jenny Schulze
Kr. 50.000

Meistaranám í viðskiptafræði:
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Kr. 50.000


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Styttist í nýja ríkisstjórn

05:30 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Símtal Davíðs og Geirs rætt

05:30 Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Borðstofustólar til sölu
10 stk. af notuðum borðstofustólum til sölu á kr. 1.500 kr stk. seljast helst a...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...