KEA úthlutar 7,6 milljónum króna úr Háskólasjóði

mbl.is

Í gær voru afhentar 7,6 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA. Var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, sem afhentu verðlaunin og fór athöfnin fram á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.

Var þetta í sjöunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA en samstarfsyfirlýsing KEA og háskólans var fyrst undirrituð í október 2002 og endurnýjuð í september 2007.

Samkvæmt samkomulaginu eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna og veitt eru verðlaun vegna námsárangurs til nemenda í viðskipta- og raunvísindadeild.

Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

Verðlaun vegna námsárangurs og úthlutun námsstyrkja voru alls sjö og til úthlutunar var rúmlega 1,1 milljón. Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 25 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 26 milljónir. Tíu aðilar fengu styrk en alls komu rúmar 6,5 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.

Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2009:


Rannsókn meðal ferðamanna í Eyjafirði sumarið 2009
Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Kr. 750.000

Eflandi fræðsla til bæklunarsjúklinga – mat og alþjóðlegur samanburður
Árún K. Sigurðardóttir
Kr. 500.000

Stofngerð íslenska fálkans útskýrð með erfðaefni fjaðra
Kristinn P. Magnússon
Kr. 500.000

Hefur árangur af samrunum fyrirtækja á Íslandi verið í samræmi við markmið á síðastliðnum árum?
Fjóla Björk Jónsdóttir og Ögmundur Knútsson
Kr. 250.000.-

Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa:

Búnaður til þörungaræktunar
Steinar Rafn Beck
Kr. 900.000

SimMan 3G kennsluhermir
Hafdís Skúladóttir
Kr. 1.000.000

Eftirtaldir fengu styrki vegna sérverkefna:

Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
Kr. 350.000

ECP. Tengiliður íslensks rannsóknasamfélags við evrópskar rannsóknir á svæðisbundinni þróun og skipulagi
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
Kr. 750.000

Gasaðgreiningartæki (GC)
Jóhann Örlygsson
Kr. 1.000.000

Heimildarmynd um vísindi
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Kr. 500.000

Eftirtaldir brautskráðir nemar frá HA fengu styrki til framhaldsnáms:

Sigrún Sigurðardóttir
Nemandi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Margrét Eiríksdóttir
Nemandi í klíniskri sálfræði við Háskóla Íslands
Kr. 300.000

Ingólfur Bragi Gunnarsson
Nemandi í meistaranámi í Uppsala University og Royal Institute of Technology í Svíþjóð
Kr. 200.000

Eydís Elva Þórarinsdóttir
Nemandi í rannsóknartengdu meistaranámi í líftækni við Háskólann á Akureyri
Kr. 200.000

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í viðskipta- og raunvísindadeild:

Meistaranám í auðlindafræði:
Jón Eðvald Halldórsson
Kr. 50.000

Raunvísindaskor:
Jenny Schulze
Kr. 50.000

Meistaranám í viðskiptafræði:
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Kr. 50.000


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hafi ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »

Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

15:25 Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Meira »

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi ritgerð

15:03 Kristjana J. Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í alþjóðasamskiptum. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ veittu henni verðlaunin. Ritgerðin heitir „Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni“. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

14:32 Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Bílvelta í Kömbunum

15:20 Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang. Meira »

Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

14:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi. Meira »

Frumvarp um afnám uppreistar æru lagt fram?

14:10 Frumvarp um afnám uppreistar æru verður að öllum líkindum lagt fram á fundi forseta Alþingis með formönnum flokkanna, sem er nýhafinn í Alþingishúsinu. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...