Bjölluspil í þingsal

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, beitti bjöllunni óspart í dag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, beitti bjöllunni óspart í dag. mbl.is/Kristinn

Bjalla þingforseta Alþingis glumdi hátt og lengi þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ræða um fundarstjórn forseta. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir taldi, þegar nokkuð var liðið á ræðu Sigmundar Davíðs, að hann vær ekki að ræða fundarstjórnina heldur allt annað og barði í bjöllu sína. 

Eftir nokkur orðaskipti þeirra Sigmundar Davíðs og Ástu Ragnheiðar fór Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, í ræðustól og mótmælti framkomu Ástu Ragnheiðar í garð þingmanna Framsóknarflokksins og sagði að hún leyfði þeim ekki að útskýra mál sitt. Krafðist hann þess að þingflokkur Framsóknarflokksins fengi fund með forseta Alþingis um málið.

Á það féllst Ásta Ragnheiður strax og sagði enda, að slíkar óskir féllu undir fundarstjórn forseta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert