Missti mannréttindi við að flytja

mbl.is/Ómar

 „Ég missti töluverð borgararéttindi við að flytja yfir Holtavörðuheiði,“ segir Þorsteinn H. Gunnarsson búfræðingur. Hann er kjósandi í Reykjavík og kærði ásamt kjósanda í Suðvesturkjördæmi kosningarnar í vor vegna misvægis atkvæða milli kjördæma. Alþingi hafnaði kærunni við þingsetningu og samþykkti kjörbréf þingmanna.

Þorsteinn og meðkærandi hans sendu kæru sína til dómsmálaráðuneytisins 1. maí. Þau töldu að allir framboðslistar allra flokka í öllum kjördæmum landsins hefðu verið ólöglega kosnir og þar með að kosning allra alþingismanna væri ógild.

Kærendur rökstyðja mál sitt með því að kosningalögin sem leiða til mismunandi atkvæðavægis íslenskra kjósenda stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert