Ný verðlaun kennd við Erró

Erró í Listasafni Reykjavíkur.
Erró í Listasafni Reykjavíkur.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að stofna til svokallaðra Erróverðlauna meðal reykvískra ungmenna. Verðlaunin verða veitt ungmennum fyrir frumleika og leikni í listsköpun. Þau verða afhent annað hvert ár í tengslum við fyrirhugaða barnalistahátíð. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag.

Erróverðlaununum er ætlað að vekja athygli á gildi listmenntunar í skólum, ýta undir skapandi hugsun og menningarlæsi ungmenna. Með verðlaununum er jafnframt stuðlað að samþættingu listgreina og annarra námsgreina í skólum. Verðlaunin verða bæði veitt einstaklingum og hópum fyrir frumleika, sköpunarkraft og leikni í listsköpun í hinum ýmsu listgreinum.

Listamaðurinn Erró hefur hann hvatt til aukinnar áherslu á listsköpun barna. Erró er jafnframt verndari verðlaunanna. Marta Guðjónsdóttir, frummælandi tillögunnar og fulltrúi í menntaráði, sagði sérstaklega ánægjulegt að listamaðurinn hefði samþykkt að tengja nafn sitt við verðlaunin. 

Menntaráð Reykjavíkur og menningar- og ferðamálaráð skipa fulltrúa í sameiginlegan starfshóp til að sjá um framkvæmd og undirbúning verðlaunanna. Verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn í tengslum við fyrirhugaða barnalistahátíð næsta vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert