Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu

Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust ...
Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust þar. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ávarpi á Austurvelli í dag, að Íslendinga heyi á ný mikla sjálfstæðisbaráttu.

„Á þessum stað fyrir 65 árum var staðfestur sigur Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Sjálfstæðisbaráttunni var þó ekki lokið þann dag og margir fleiri sigrar, sem eflt hafa sjálfstæði okkar, hafa unnist síðan þá... Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag, þann 17. júní árið 2009 heyjum við á ný mikla sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem engan hafði órað fyrir að við stæðum andspænis," sagði Jóhanna.

Sagði Jóhanna, að þessi sjálfstæðisbarátta snúist að verulegu leyti um hvernig Íslendingar þrói samskiptin við aðrar þjóðir og hvernig þeir nái að byggja upp samstöðu og sátt í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er. 

„Íslenskir útrásarvíkingar höfðu farið víða um í miklum græðgis- og óhófsham og skilið eftir sig rústir, ekki einungis hér á landi heldur einnig  í öðrum löndum. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir okkar sýndu við þessar aðstæður of mikið andvaraleysi. Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að þær ákvarðanir, sem stjórnvöld þyrftu nú að taka væru flestar erfiðari og þungbærari en orð fái lýst. Þannig væri sú ákvörðun að ganga til samninga vegna Icesave-reikninganna væri afar erfið en óhjákvæmilegt. Ef skuldbindingunni hefði verið hafnað einhliða hefði verið raunveruleg hætta á að Ísland einangraðist á alþjóðavettvangi, markaðir myndu lokast og lánamöguleikar yrðu að engu. Slíkt myndi valda almenningi og atvinnulífinu ófyrirsjáanlegum skaða til frambúðar.  Jóhanna sagði fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum, eins og sumir héldu fram.

Þá sagði Jóhanna, að Íslendingar yrðu nú sem aldrei fyrr að vera raunsæir og takast á við þá erfiðleika sem við blöstu af festu og samhug. „Næsta ár verður okkur erfiðara en mörg ár á undan og við munum öll finna fyrir því, með einum eða öðrum hætti, því miður. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Hér er framtíð barna og ungmenna í húfi  og þar með framtíð lands okkar og sjálfstæðis," sagði Jóhanna. „Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við veðrum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."

Ræða forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

Greip tölvu og gekk út

14:18 Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

14:18 Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

14:13 Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Meiri virkni en síðustu ár

13:42 „Það eru engin ummerki um gos núna,“ segir Hulda Rós Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Í gær fannst sterk brenni­steinslykt við Kvíaá, sem renn­ur und­an Kví­ár­jökli í suðaust­ur­hluta Öræfa­jök­uls en Hulda segir ekkert benda til goss. Meira »

Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

14:14 Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega. Meira »

Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

13:55 „Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

12:59 Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...