Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu

Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust ...
Austurvöllur skartaði sínu fegursta þegar hátíðarhöld vegna 17. júní hófust þar. mbl.is/Eggert

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ávarpi á Austurvelli í dag, að Íslendinga heyi á ný mikla sjálfstæðisbaráttu.

„Á þessum stað fyrir 65 árum var staðfestur sigur Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Sjálfstæðisbaráttunni var þó ekki lokið þann dag og margir fleiri sigrar, sem eflt hafa sjálfstæði okkar, hafa unnist síðan þá... Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag, þann 17. júní árið 2009 heyjum við á ný mikla sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem engan hafði órað fyrir að við stæðum andspænis," sagði Jóhanna.

Sagði Jóhanna, að þessi sjálfstæðisbarátta snúist að verulegu leyti um hvernig Íslendingar þrói samskiptin við aðrar þjóðir og hvernig þeir nái að byggja upp samstöðu og sátt í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er. 

„Íslenskir útrásarvíkingar höfðu farið víða um í miklum græðgis- og óhófsham og skilið eftir sig rústir, ekki einungis hér á landi heldur einnig  í öðrum löndum. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir okkar sýndu við þessar aðstæður of mikið andvaraleysi. Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að þær ákvarðanir, sem stjórnvöld þyrftu nú að taka væru flestar erfiðari og þungbærari en orð fái lýst. Þannig væri sú ákvörðun að ganga til samninga vegna Icesave-reikninganna væri afar erfið en óhjákvæmilegt. Ef skuldbindingunni hefði verið hafnað einhliða hefði verið raunveruleg hætta á að Ísland einangraðist á alþjóðavettvangi, markaðir myndu lokast og lánamöguleikar yrðu að engu. Slíkt myndi valda almenningi og atvinnulífinu ófyrirsjáanlegum skaða til frambúðar.  Jóhanna sagði fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum, eins og sumir héldu fram.

Þá sagði Jóhanna, að Íslendingar yrðu nú sem aldrei fyrr að vera raunsæir og takast á við þá erfiðleika sem við blöstu af festu og samhug. „Næsta ár verður okkur erfiðara en mörg ár á undan og við munum öll finna fyrir því, með einum eða öðrum hætti, því miður. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Hér er framtíð barna og ungmenna í húfi  og þar með framtíð lands okkar og sjálfstæðis," sagði Jóhanna. „Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við veðrum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."

Ræða forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns ...
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnismerki Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...