Matjurtafræ seldist upp og sendingar beðið

Allt matjurtafræ er uppselt í Blómavali.

„Það hefur aldrei gerst áður að allt hafi selst upp en það hefur komið fyrir að einhverjar tegundir hafi klárast,“ segir Ásdís Ragnarsdóttir, deildarstjóri hjá Blómavali.

Hún segir tvær sendingar af matjurtafræi hafa selst upp og nú sé beðið eftir þeirri þriðju.

Hjá Garðheimum fengust þær upplýsingar að nauðsynlegt hafi verið að panta viðbótarsendingar og nú sé til fræ sem hægt er að sá beint út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert