Það er kominn 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag og ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast því margt skemmtilegt er í boði. Enginn ætti að láta vætu aftra sér frá því að taka þátt í hátíðarhöldunum heldur taka upp regnfötin, regnhlífina og stígvélin.

Í Reykjavík byrjaði dagsskráin nú klukkan tíu með því að forseti borgarstjórnar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lagði blómsveig frá Reykjvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Þá tekur við hátíiðardagskrá á Austurvelli. Tvær skrúðgöngur verða í Reykjavík. Önnur byrjar kl. 13:40 frá Hlemmi og fer niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Lúðrasveitin Svanur leikur og Götuleikhúsið, Brasskararnir og Crymoguide taka þátt. Kl. 13:45 fer hin síðan af stað frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir. Margt er í boði þar til dagskrá endar á tveimur dansleikjum sem byrja klukkan átta. Er harmonkkudansleikur í Ráðhúsinu og annar á Ingólfstorgi. Dagskrá lýkur klukkan 23.

Í Hafnarfirði byrjaði fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni klukkan tíu.Meðal annarra atburða má nefna helgistund sem byrjar í Hellisgerði klukkan 13:30 og að henni lokinni er farið í skrúðgöngu. Önnur fjölskylduskemmtun byrjar á túninu klukkan 14:30. Tveir dansleikir eru í Firðinum í kvöld og byrja báðir klukkan 20. Er annar á Thorsplani og hinn í Hraunseli.

Í Garðabæ er allt komið í fullan gang sömuleiðis og er hægt að gera sér margt til dundurs víða um bæinn. Svo fátt eitt sé nefnt byrjar hátíðarstund í Vídalínskirkju klukkan 13:15 og leggur skrúðganga af stað frá kirkjunni kl 14. Dagskrá á hátíðarsviði við Garðaskóla hefst 14:25. Um kvöldið er boðið upp á hátíðartónleika klukkan 20 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar stígur á svið og flytur vínartónlist og fleiri hugljúf lög. 

Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Kópavogi hófst á tónum brassbanda frá Skólahljómsveit Kópavogs. Böndin aka um bæinn og óska Kópavogsbúum gleðilegrar hátíðar. Skrúðgangan fer kl. 13.30 frá Menntaskólanum í Kópavogi og lýkur henni á Rútstúni en þar tekur við hátíðar- og skemmtidagskrá sem Guðjón Davíð Karlsson, Gói, stýrir. Um kvöldið verða útitónleikar á Rútstúni. Þeir hefjast kl. 20:00 og standa til kl. 22:20. Ungir listamenn hefja tónleikana og síðan mun hljómsveitin Bróðir Svartúlfs spila. Ingó veðurguð heldur uppi fjörinu þar á eftir en í lokin mun Blúsband Kópavogs koma fram ásamt söngvurunm Agli Ólafssyni, Andreu Gylfadóttur, og Páli Rósinkranz.

Hér má sjá dagskrá dagsins á nokkrum stöðum landsins:

Reykjavík

Hafnarfjörður

Garðabær

Kópavogur

Seltjarnarnes

Mosfellsbær

Akureyri

Egilsstaðir

Selfoss

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert