Ríkisfjármálafrumvarp lagt fram

Frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum var dreift á Alþingi nú undir kvöld. Samkvæmt því aukast tekjur ríkisins um 10 milljarða á þessu ári auk 10 milljarða greiðslutilfærslna vegna fjölgunar gjalddaga fjármagnstekjuskatts.

Samkvæmt frumvarpinu verður atvinnutryggingagjald hækkað úr 0,65% í 2,21% og gjald í ábyrgðarsjóð launa úr 0,1% í 0,2%.  Í öðru lagi er lagt til að virðisaukaskattur á ýmsar neysluvörur hækki í 24,5% frá og með 1. september, þar á meðal sykurvörur af ýmsum toga.  Þetta mun hafa í för með sér að tekjur ríkissjóðs aukast um 2,5 milljarða  á ári en á árinu 2009 verði tekjuaukinn um 0,7 milljarðar kr. Áhrif á vísitölu neysluverðs vegna þessa eru áætluð um 0,25%.

Í þriðja lagi er lagt til að tekið verði upp tímabundið álag á tekjuskatt hjá einstaklingum með háar tekjur. UM er að ræða sérstakan 8% tekjuskatt af launum hvers einstaklings umfram 700.000 krónur á mánuði. Reiknað er með að þessi breyting geti skilað ríkissjóði nálægt 4 milljörðum kr. á ársgrundvelli, en greiðsluáhrif hennar á árinu 2009 eru talin verða 2 milljarðar kr. 

Í fjórða lagi hækkar fjármagnstekjuskattur úr 10% í 15% á tímabilinu 1. júlí 2009 til 31. desember 2009 á fjármagnstekjur sem eru umfram um liðlega 40 þúsund krónur á mánuði.  Viðbótartekjur ríkissjóðs af þessari breytingu eru taldar verða um 2 milljarðar  á heilu ári, eða 600 milljónir á hálfu ári. Greiðsluáhrif á árinu 2009 verða um 0,3 milljarðar þar sem hluti skattsins skilar sér ekki fyrr en árið 2010. Gert er ráð fyrir að þessi breyting verði tímabundin og að í stað hennar komi almennari breyting á tekjusköttum einstaklinga sem taki gildi um næstu áramót.

Í fimmta lagi er lagt til að skil á afdreginni staðgreiðslu fjármagnstekna verði tíðari, þ.e. ársfjórðungslega í stað almanaksársins frá og með 1. júlí 2009.  Um er að ræða tilflutning í innheimtu en ekki viðbótartekjur en greiðsluáhrif þessarar breytingar á tekjuhlið ríkissjóðs gæti numið allt að 10 milljörðum króna á þessu ári.

Í sjötta lagi er lagt til að aðilar sem ekki hafa heimilisfesti hér á landi og bera því takmarkaða skattskyldu, sæti hér skattlagningu vegna vaxta sem þeir fá greidda hér á landi. 

Í sjöunda lagi eru í frumvarpinu þrjár greinar sem ætlaðar eru til styrkingar á skattframkvæmd með því að herða skatteftirlit, einkum með fjármálalegum umsvifum fyrirtækja og einstaklinga, m.a. fjármálalegum samskiptum fyrirtækja við eigendur og stjórnendur.  

Útgjöld vegna almannatrygginga lækka 

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um almannatryggingar sem fela í sér:

  • lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar
  • afnám heimildar til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar
  • skerðingu grunnlífeyris vegna lífeyrissjóðstekna
  • skerðingu aldurstengdrar örorkuuppbótar vegna tekna
  •  hækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar
  • setningu sérstaks frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar.

Í greinargerð með frumvarpinu segir, að á árinu 2008 hafi náðst fram miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum í formi afnáms makatenginga, hækkunar bóta, hækkaðs frítekjumarks vegna atvinnutekna, sérstaks frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur öryrkja, sérstaks frítekjumarks á fjármagnstekjur og lækkunar skerðingarhlutfalls ellilífeyrisþega. Óhjákvæmilegt sé að stíga skref til baka við núverandi aðstæður.

Fram kemur, að litið sé svo á að um tímabundnar ráðstafanir sé að ræða sem taki mið af því efnahagsástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Jafnframt sé mikilvægt, að áfram verði unnið að endurskoðun almannatryggingakerfisins í því skyni að gera það einfaldara og gagnsærra en þó fyrst og fremst með bættan hag aldraðra og öryrkja í huga.

Þá segir, að hagur tekjulægstu lífeyrisþeganna sé varinn og að ekki verði hreyft við sérstakri uppbót á lífeyri sem sett var með reglugerð á síðasta ári með stoð í lögum um félagslega aðstoð og nemur nú 180.000 kr. á mánuði fyrir þá lífeyrisþega sem búa einir en 153.500 kr. fyrir þá lífeyrisþega sem ekki njóta heimilisuppbótar. 

Þá er lagt til, að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði miðist við meðaltalsmánaðartekjur foreldra, að fjárhæð 437.500 kr. þannig að mánaðarleg útgreiðsla sjóðsins til foreldris verði að hámarki 350.000 krónur.

Hámark verður sett á gjafsóknarfjárhæðir í einkamálum og er gert ráð fyrir að 20 milljónir króna sparist á þessu ári. Einnig er lagt til að þóknun, sem greidd er úr ríkissjóði vegna verjenda og réttargæslumanna í sakamálum, lækki um 12%. Árlegur sparnaður vegna þess er áætlaður 40 milljónir og að á þessu ári muni kostnaðurinn lækka um 20 milljónir.

Framlög úr ríkissjóði til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands, svonefnd sóknargjöld verður lækkað og á með því að lækka útgjöld ríkisins á þessu ári um 150 milljónir og um 300 milljónir á næsta ári. 

Í lögum um greiðslur til þolenda afbrota er kveðið á um að ekki skuli greiddar bætur nema krafan sé hærri en 100.000 kr. Lagt er til í þessu frumvarpi að viðmiðunarfjárhæðin verði hækkuð í 400.000 kr. Með breytingunni er gert ráð fyrir því að útgjöld á þessu ári geti lækkað um 30 milljónir og að árleg kostnaðarlækkun fyrir ríkissjóð geti verið allt að 60 milljónum.

Loks eru lagðar til nauðsynlegar lagabreytingar vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að spara kostnað við þjóðlendumál á þessu ári og næstu tveimur árum. Áætlaður sparnaður vegna þessara ráðstafana eru nálægt 40 milljónir króna.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Engin fornbílasýning á Ljósanótt

13:42 Fornbílaklúbbur Íslands hefur aflýst ráðgerðum akstri og sýningu fornbíla á Ljósanótt nema Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði að leyfa umferð fornbíla um Hafnargötu á meðan að á hátíðinni stendur. Meira »

Flugfarþeginn afþakkaði mat

13:30 Flugfarþega, sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudaginn, var samkvæmt bókun boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var, þar á meðal matur, en hann afþakkaði hana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Meira »

Rýna í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu

13:28 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir fyrirkomulag þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu og talmein, skoða hvort og hvernig megi bæta hana og gera tillögu að skipulagi þjónustunnar til framtíðar. Meira »

Skuldir ríkisins munu snarhækka

13:22 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir ferlið við fjármögnum Vaðlaheiðarganga og segir að göngin séu eiginlega hvorki einkaframkvæmd né ríkisframkvæmd. Eins og greint var frá fyrir helgi má gera ráð fyrir því að dýrara verði í göngin en Hvalfjarðargöng. Meira »

Ólíkur framburður Thomasar og Nikolajs

12:48 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, skipsfélagi Thomas­ar Møller Ol­sen sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur, segist ekki kannast við lýsingar Thomasar á atburðum aðfaranætur laugardagsins 14. janúar þegar Birna var myrt. Meira »

„Menn eru svolítið örvæntingarfullir“

12:15 Nafnabreytingar Samfylkingarinnar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa verið viðloðandi flokkinn í nokkur ár. Nýlegar umræður þess efnis gefa til kynna nýtt stig örvæntingar til þess að koma flokknum inn í umræður á ný en síðastliðin ár hefur fylgi hans minnkað töluvert. Meira »

Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi

11:09 „Málið er á algjöru frumstigi. Lögreglan mun ekki veita upplýsingar fyrr en það hefur skapast heildstæð mynd af atburðunum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um málið sem kom upp í gær. Meira »

„Gerðir þú brotaþola eitthvað?“

11:49 Thomas Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn, segir það ekki mögulegt að hann hafi gert henni eitthvað án þess að muna eftir. Hann gaf fyrr í morgun skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð sakamáls á hendur honum fer fram í dag. Meira »

Thomas sagði frá dularfullum pakka

11:04 Thomas­ Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hafði mælt sér mót við höfnina í Hafnarfirði við aðila sem hann átti að afhenda pakka að morgni laugardagsins 14. janúar. Við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram neitaði hann að gefa nokkrar upplýsingar um pakkann. Meira »

Gjörbreyttur framburður Thomasar

10:22 Framburður Thomasar Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, er mjög breyttur frá því í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann gefur nú skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Sem fyrr segist hann hins vegar saklaus. Meira »

Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

08:42 Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun. Meira »

Fá ókeypis skólagögn í 41 sveitarfélagi

08:31 Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Meira »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Tilnefndar til Ísnálarinnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...