Stærsta kúlulán Íslandssögunnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu um Icesave-samningana, að fjármálaráðherra hefði tekið stærsta kúlulán Íslandssögunnar.

„Hann gerir eins og bankarnir gerðu, tekur stærsta kúlulán Íslandssögunnar, og hann mun uppskera eins og bankarnir uppskáru," sagði Sigmundur Davíð.

Hann sagðist ekki skilja hvernig þingmenn, sem hefðu lesið umrædda samninga, hefðu geð í sér til að koma í ræðustól og mæla samningunum bót.

Sagði hann, að ríkisstjórnin virtist ekki skilja þann gjörning, sem samningarnir væru. „Samningar sem gera ráð fyrir því, að hægt sé að ganga að eignum íslenska ríkisins hvar sem er, ef stjórnvöld þessara ríkja telja að vanefndir verði á samningunum," sagði Sigmundur Davíð.

„Í þessu Icesave-máli höfum við lagalega stöðu,  við höfum rétt, við getum varist, við getum barist núna. En ef gerum það ekki núna þá er afleiðingin sú, að við lendum í þeirri stöðu, sem Jón Daníelsson (hagfræðingur) sagði að engin þjóð gæti leyft sér að lenda í: Þjóðargjaldþroti."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert