Boða mótmæli á Akureyri

Mótmæli á Ráðhústorgi í vetur.
Mótmæli á Ráðhústorgi í vetur. mbl.is/Skapti

Boðað er til mótmælafundar á Akureyri á morgun þar sem mótmæla á Icesave-samkomulaginu, sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja og þess krafist að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum.

Gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorgið kl. 15 á morgun. „Hlutdeild banka, fjárglæframanna, stjórnmálamanna og eftirlitstofna ríkisins í efnahagshruni íslensku þjóðarinnar er glæpsamlegt athæfi sem felur í sér mannréttindabrot gegn íslensku þjóðinni, nú er nóg komið," segir í tilkynningu.

Í gær boðuðu samtökin Raddir fólksins til mótmælafundar á Austurvelli í Reykjavík á laugardag klukkan 15 undir sömu yfirskrift.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert