Erlendir bankar sýna Íslandi áhuga

„Það eru 2-3 aðilar með erlenda bankastarfsemi að skoða möguleikana á því að koma sér hér fyrir og vera þátttakendur í uppbyggingu efnahagslífsins hér á landi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag þar sem kynntar voru aðgerðir í ríkisfjármálum.

Hann gaf þó ekki upp hvaða erlendu banka væri um að ræða.

Aðspurður sagði Steingrímur ekki víst að erlendu bankarnir vildu kaupa íslensku bankana heldur að þeir væru einfaldlega að kanna möguleikana á að hefja starfsemi hér á landi.

„Það hafa ekki allir misst áhugann á Íslandi, þó ekki nema síður sé. Maður finnur fyrir því að það eru margir erlendir aðilar áhugasamir um að skoða aðstæður hér enda sjá þeir að um þessar mundir er hagstætt að fjárfesta hér á landi. Hér er vel menntað fólk og nóg vinnuafl og ég hef rætt við allmarga aðila uppi í fjármálaráðuneyti um þetta mál. Margir sjá þetta sem rétta tímann til að koma sér fyrir hér á landi, taka þátt í uppbyggingunni og vera undrbúnir fyrir næstu uppsveiflu í hag kerfinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert