Fyrstu langreyðarnar í land

Strax var byrjað að flensa hvalina í Hvalfirði í morgun.
Strax var byrjað að flensa hvalina í Hvalfirði í morgun. mbl.is/Kristinn

Hvalur 9 kom snemma í morgun til Hvalfjarðar með tvær fyrstu langreyðarnar, sem veiðast í ár og þær fyrstu, sem veiddar hafa verið hér við land frá því haustið 2006, þegar sjö dýr voru veidd. Þegar var byrjað að flensa hvalina og en gert var ráð fyrir að það tæki um tvo tíma að gera að þeim.

Hvalur 9 hélt af stað til veiða á miðvikudagskvöld og hafði skotið langreyðarnar tvær síðdegis í gær. Skipið kom með dýrin inn í Hvalfjörð á fimmta tímanum í nótt og þar sem þau voru fyrst mæld og tekin úr þeim sýni. Síðan var hafist handa við að skera annan hvalinn, sem var 18 metra langur.

Samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar má veiða allt að 200 langreyðar á þessu ári og 200 hrefnur.  Búið er að veiða 15 hrefnur í ár.

Það tók ekki langan tíma að skera hvalinn.
Það tók ekki langan tíma að skera hvalinn. mbl.is/Kristinn
Langreyður skorin í Hvalfirði í morgun.
Langreyður skorin í Hvalfirði í morgun. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert