Skýringar við Icesave-samning birtar

Ríkisstjórnin hefur nú birt skýringar við allar greinar Icesave samningana við Hollendinga og Breta á upplýsingavefnum www.island.is. Þar er samningurinn skýrður lið fyrir lið.

Sömuleiðis eru fjölmörg lögfræðileg hugtök og heiti skýrð eftir því sem við á og sett í samhengi alþjóðlegra samninga. Að sögn stjórnvalda er staldrað  stuttlega við þau ákvæði samningsins sem teljast hefðbundin, en reynt að skýra með nákvæmari hætti þau sem telja má að skipti Ísland sérstöku máli.

Sérstaklega er vikið að þeim atriðum sem mjög hafa verið til umræðu svo lögum og lögsögu og friðhelgi og fullveldi.

Ísland.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert