Færður á viðeigandi stofnun

För mannsins var stöðvuð við port lögreglustöðvarinnar á Hlemmi.
För mannsins var stöðvuð við port lögreglustöðvarinnar á Hlemmi. mbl.is/Heiðar

Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn fyrir vítaverðan akstur í gærkvöldi, er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun.

Maðurinn ók í gegnum nokkrar hurðir á slökkvistöðinni í Skógarhlíð og hélt þaðan að lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þar var för hans stöðvuð. Lögreglan segir að ekki sé vitað hvað honum gekk til.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is leikur grunur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og fíknefna meðan á þessu stóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert