Unnið að sátt í Karphúsinu

Halldór Grönvold
Halldór Grönvold SteinarH

Eftir formannafund Alþýðusambands Íslands sagði Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri: „Við fórum annars vegar yfir vinnuna við stöðugleikasáttmálann og hins vegar það sem lýtur að framlengingu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

„ Það sem helst stendur útaf núna er það sem lýtur að ríkisfjármálunum, lengra fram í tímann og einhverja sýn á það hvernig tekjuöflun og samdrætti ríkisins verði háttað þannig að það náist þetta jafnvægi í ríkisfjármálunum sem að er stefnt," sagði Halldór um vinnuna við stöðugleikasáttmálann.

Hvað tímaramma viðræðnanna varðar sagði Halldór það ljóst að ríkisstjórnin yrði að leggja „þennan pakka og þessa framtíðarsýn í ríkisfjármálum," fyrir alþingi í þessari viku í síðasta lagi.

„Það er verið að láta á það reyna hvort þetta nær saman," sagði Halldór er hann var spurður um  hvernig viðræðurnar í Karphúsinu gengju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert