32 flugmönnum verður sagt upp

Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair. mbl.is

Icelandair mun í vetur fljúga til alls 13 áfangastaða austan hafs og vestan. Að meðaltali verða 35 flug frá Íslandi í viku á tímabilinu frá október til mars. Flogið verður til 9 borga í Evrópu og 4 borga í Norður-Ameríku í vetur. Áætlun vetrarins er svipuð og var síðasta vetur. Helsta breytingin er áætlunarflugið til og frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna sem hefst í júlí.

„Við hrun gengis íslensku krónunnar á síðasta vetri varð mikil breyting á samsetningu farþega okkar. Mjög dró úr ferðalögum Íslendinga og við sjáum það ekki breytast að ráði fyrr en efnahagsástand lagast og krónan styrkist. Við gripum aftur á móti tækifærið og höfum náð að auka mjög hlutfall erlendra ferðamanna til Íslands í vélum okkar. Það stefnir í nokkuð gott sumar og við teljum okkur geta haldið sama framboði og þjónustustigi næsta vetur og var í fyrra, þrátt fyrir erfitt árferði og þótt langflest flugfélög í nágrannalöndum séu nú að draga mjög saman í starfsemi sinni“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Við höfum gripið til margskonar hagræðingaraðgerða til þess að bregðast við breyttu starfsumhverfi. Við erum að gera miklar breytingar á skrifstofum okkar en þar hefur starfsmönnum, jafnt stjórnendum og almennum starfsmönnum, fækkað um rúmlega 70 á milli ára. Sú fækkun hefur einkum verið í hópi millistjórnenda og á skrifstofum erlendis, t.d. í Bandaríkjunum nú í sumar, en við höfum með flutningi verkefna til Íslands reynt að verja störf hér á landi,“ segir Birkir Hólm.

Um 1200 manns starfa nú hjá Icelandair, en mikil árstíðasveifla er í starfsemi fyrirtækisins og eru starfsmenn jafnan mun fleiri á háannatíma á sumrin en á veturna.

„En þótt áætlunarflug Icelandair sé óbreytt hefur mjög dregið úr verkefnum í alþjóðlegu leiguflugi sem áhafnir Icelandair sinna fyrir systurfyrirtæki á því sviði. Við munum því þurfa að segja upp 32 flugmönnum nú fyrir næstu mánaðamót sem voru í starfi hjá okkur á síðasta vetri. Við vonum að úr þessum verkefnaskorti í leiguflugi erlendis rætist á næstunni, og að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi, en staðan í alþjóðafluginu er mjög erfið. Við höfum einnig boðið flugmönnum hlutastörf ef það mætti verða til þess að skapa fleirum atvinnutækifæri yfir vetrarmánuðina. Við gerum ráð fyrir að við þurfum svipaðan fjölda flugfreyja/þjóna og á síðasta vetri og verkefnastaða í viðhaldsþjónustu er góð um þessar mundir vegna erlendra verkefna“, segir Birkir Hólm.

Í vetur mun Icelandair fljúga til þriggja höfuðborga á Norðurlöndum, Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms, til London, Manchester og Glasgow í Bretlandi og til Amsterdam, Frankfurt og Parísar á meginlandi Evrópu. Áfangastaðir vestanhafs eru Boston, New York, Orlando og Seattle. Nú í sumar flýgur Icelandair auk þess til borganna Stavanger, Bergen, Helsinki, Berlín, Dusseldorf, Munchen, Barcelona, Madrid, Mílanó, Halifax, Toronto og Minneapolis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hellirigning á sunnanverðu landinu í kvöld

22:12 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu fram að miðnætti. Þetta kemur fram á vedur.is.  Meira »

Vatn rennur yfir þjóðveg 1

21:04 Mikið vatn rennur yfir þjóðveg 1 á Breiðamerkursandi austan megin við Fjallsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við akstur á þessu svæði. Meira »

Skemmtilegt að hitta Bretadrottningu

20:46 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í London, fór til fundar við Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham höll í síðustu viku og afhenti trúnaðarbréf sitt. „Hún var afskaplega hlý og einlæg og sýndi okkur áhuga og minntist sinnar ferðar til Íslands,“ segir Stefán Haukur. Meira »

Áfram fundað eftir matarhlé

20:44 Stutt hlé er á fundi í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir. Fundur hófst klukkan 16 í dag en nú er matarhlé. Meira »

Skipherrann sem elti Polar Nanoq

20:26 Athygli vakti þegar tvö dönsk varðskip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf. Meira »

Taldir tilheyra skipulagðri glæpastarfsemi

20:25 Mennirnir þrír sem handteknir voru hér á landi 12. desember og úrskurðaðir í gæsluvarðhald tilheyra hópi sem er rannsakaður eins og um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Meira »

Vilja komast burt af Íslandi

18:37 „Við erum að reyna að komast burt af eyjunni þinni,“ segja þau Pat, Gail og Chuck Spencer í samtali við blaðamann mbl á Keflavíkurflugvelli. Þau áttu flug með Icelandair til Chicago í dag. Flugið þeirra var fellt niður og átti að reyna að koma þeim til New York í staðinn. Meira »

Enn hætta á hruni á Valahnúk

19:19 Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

18:35 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...