32 flugmönnum verður sagt upp

Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair. mbl.is

Icelandair mun í vetur fljúga til alls 13 áfangastaða austan hafs og vestan. Að meðaltali verða 35 flug frá Íslandi í viku á tímabilinu frá október til mars. Flogið verður til 9 borga í Evrópu og 4 borga í Norður-Ameríku í vetur. Áætlun vetrarins er svipuð og var síðasta vetur. Helsta breytingin er áætlunarflugið til og frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna sem hefst í júlí.

„Við hrun gengis íslensku krónunnar á síðasta vetri varð mikil breyting á samsetningu farþega okkar. Mjög dró úr ferðalögum Íslendinga og við sjáum það ekki breytast að ráði fyrr en efnahagsástand lagast og krónan styrkist. Við gripum aftur á móti tækifærið og höfum náð að auka mjög hlutfall erlendra ferðamanna til Íslands í vélum okkar. Það stefnir í nokkuð gott sumar og við teljum okkur geta haldið sama framboði og þjónustustigi næsta vetur og var í fyrra, þrátt fyrir erfitt árferði og þótt langflest flugfélög í nágrannalöndum séu nú að draga mjög saman í starfsemi sinni“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Við höfum gripið til margskonar hagræðingaraðgerða til þess að bregðast við breyttu starfsumhverfi. Við erum að gera miklar breytingar á skrifstofum okkar en þar hefur starfsmönnum, jafnt stjórnendum og almennum starfsmönnum, fækkað um rúmlega 70 á milli ára. Sú fækkun hefur einkum verið í hópi millistjórnenda og á skrifstofum erlendis, t.d. í Bandaríkjunum nú í sumar, en við höfum með flutningi verkefna til Íslands reynt að verja störf hér á landi,“ segir Birkir Hólm.

Um 1200 manns starfa nú hjá Icelandair, en mikil árstíðasveifla er í starfsemi fyrirtækisins og eru starfsmenn jafnan mun fleiri á háannatíma á sumrin en á veturna.

„En þótt áætlunarflug Icelandair sé óbreytt hefur mjög dregið úr verkefnum í alþjóðlegu leiguflugi sem áhafnir Icelandair sinna fyrir systurfyrirtæki á því sviði. Við munum því þurfa að segja upp 32 flugmönnum nú fyrir næstu mánaðamót sem voru í starfi hjá okkur á síðasta vetri. Við vonum að úr þessum verkefnaskorti í leiguflugi erlendis rætist á næstunni, og að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi, en staðan í alþjóðafluginu er mjög erfið. Við höfum einnig boðið flugmönnum hlutastörf ef það mætti verða til þess að skapa fleirum atvinnutækifæri yfir vetrarmánuðina. Við gerum ráð fyrir að við þurfum svipaðan fjölda flugfreyja/þjóna og á síðasta vetri og verkefnastaða í viðhaldsþjónustu er góð um þessar mundir vegna erlendra verkefna“, segir Birkir Hólm.

Í vetur mun Icelandair fljúga til þriggja höfuðborga á Norðurlöndum, Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms, til London, Manchester og Glasgow í Bretlandi og til Amsterdam, Frankfurt og Parísar á meginlandi Evrópu. Áfangastaðir vestanhafs eru Boston, New York, Orlando og Seattle. Nú í sumar flýgur Icelandair auk þess til borganna Stavanger, Bergen, Helsinki, Berlín, Dusseldorf, Munchen, Barcelona, Madrid, Mílanó, Halifax, Toronto og Minneapolis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Dekkjavélar
Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkj...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...