Verður 20 stiga múrinn rofinn?

Rennibraut við Sundlaug Akureyrar. Spáð er góðu veðri norðan og …
Rennibraut við Sundlaug Akureyrar. Spáð er góðu veðri norðan og austanlands um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn hefur það ekki gerst í sumar að hitinn hafi komist yfir 20 stig. „Þessi sumarbyrjun fer nú að flokkast með þeim sérkennilegri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á veðurbloggi sínu. Hámarkshitinn á sunnudag náði 19,6°C á Egilsstöðum.

Veðurstofan spáir hlýindum um næstu helgi. Og Einar veðurfræðingur spáir því að 20 stiga múrinn verði loks rofinn, en þó ekki fyrr en á föstudag 25. júní og mögulega ekki fyrr en á laugardag. „Akureyri, Torfur, Ásbyrgi eða Egilsstaðir eru allt líklegir kandídatar í fyrsta staðinn með 20 stig þetta sumarið,“ segir Einar á veðurblogginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert