Sigríður ekki vanhæf

Sigríður Benediktsdóttir.
Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmannanna, hafi ekki gert sig vanhæfa með því að tjá sig um orsakir íslenska bankahrunsins í viðtali við skólablað Yale háskóla í Bandaríkjunum.

Þetta er niðurstaða hinna tveggja nefndarmannanna, þeirra Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafði með formlegum hætti vakið athygli á að honum sýndist að Sigríður hefði með ummælum sem höfð voru eftir henni í skólablaðinu Yale Daily News þann 31. mars orðið vanhæf sem nefndarmaður í Rannsóknarnefnd Alþingis.

Þeir Páll og Tryggvi segja, að ummæli Sigríðar í viðtalinu lúti að stofnunum, sem báru ábyrgð á því að hafa eftirlit með fjármálastarfsemi og báru ábyrgð á að tryggja fjármálalegan stöðugleika í landinu.

Þótt hluti ummælanna feli í sér huglægt mat séu þau almenns eðlis. Þar sé ekki skírskotað til nafngreindra einstaklinga eða tilgreindra stofnana eða einkafyrirtækja. Þegar litið sé til þessa, efnis erindis Jónasar og það virt hversu almenn ummæli Sigríðar séu, verði ekki talið að hún hafi gert sig vanhæfa til að fara með afmarkaða þætti í rannsókn nefndarinnar.

Vefur rannsóknarnefndar Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert