Ber okkur í raun að borga?

Ber íslenska ríkinu lagaleg skylda til að greiða Icesave-skuldina umtöluðu? Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Lögfræðingar hafa fært að því rök að Íslendingum sé ekki skylt að borga og aðrir sérfræðingar hafa haldið hinu gagnstæða fram.

Hin rétta lagalega niðurstaða er enn á huldu og því hafa margir haldið því fram að leggja eigi Icesave-málið fyrir hlutlausa dómstóla. Hér er um að ræða skuld upp á mörg hundruð milljarða og því öldungis eðlilegt að menn krefjist fullvissu um hvort Íslendingum beri að borga. Möguleikarnir eru hins vegar afar takmarkaðir.

Þjóðaréttur og landsréttur

Í þjóðarétti gilda allt aðrar reglur en í landsrétti. Eigi einhver lögvarða fjárkröfu á einstakling hér á landi eða lögaðila getur sá hinn sami ávallt leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstólum.

Annað gildir í þjóðaréttinum. Í deilu milli tveggja þjóða gildir sú meginregla að semja þarf um að leggja mál í hendur dómstóla. Í þorskastríðunum við Breta neituðu Íslendingar til dæmis að samþykkja að leggja málið fyrir gerðardóm og þar við sat. Bandaríkjamenn hafa jafnframt neitað að fallast á lögsögu Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag og þannig mætti áfram telja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert