Sveppir frá Euroshopper innkallaðir

Í varúðarskyni hafa Aðföng ákveðið að innkalla Euro Shopper niðursneidda sveppi í 184 gramma dósum vegna hugsanlegs framleiðslugalla. Varan var í dreifingu í verslunum Bónus, Hagkaupa og 10-11.


Í tilkynningu frá Aðföngum kemur fram að eftirfarandi upplýsingar auðkenni vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Euro Shopper Sliced Mushrooms (184g)
Best fyrir: 21.04.2011 (prentað á miða dósar)
Lotunúmer: 3700/01069 21.04.08 805 2
Strikamerki: 7 318690 029274


Neytendur sem kunna að eiga vöruna til eru beðnir um að hafa samband við fyrirtækið í síma 530-5645 eða á netfangið gaedastjori@adfong.is.


Euro Shopper sneiddir sveppir sem nú eru á markaðnum bera aðra best fyrir dagsetningu og tengjast innkölluninni ekki á nokkurn hátt, frekar en aðrar Euro Shopper matvörur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert